Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Kosningar: Blokkarpólitík ónýt?

Kosningar: Blokkarpólitík ónýt?

Fróðlegt hefur verið að fylgjast með niðurstöðu kosninganna í Danmörku. Þar í landi ganga stjórnmálaflokkarnir bundnir til kosninga ólíkt fyrirkomulaginu hér á landi. Þannig geta kjósendur fengið skýran kost, bláan eða rauðan, hægri eða vinstri. Blokkarpólitíkin var reynd hér af Samfylkingu og Vinstri grænum í kosningunum 2009 og reyndist vel. Þó má segja að sambúðin reyndist erfið og kattasmölun tíð. Í raun var landinu stýrt af minnihlutastjórn seinni hluta tímabilsins.

Vandinn í dönsku stjórnmálum nú er að þar er forsætisráðherraefni sem vill helst ekki taka við lyklunum enda tapaði flokkur hans 13 þingsætum, og sigurvegari kosninganna sem helst ekki vill sitja í ríkisstjórn! 

Þó mynduðu þessir flokkar blokk fyrir kosningar ásamt tveimur öðrum borgaraflokkum. 

Þess vegna hljóta dönsku stjórnmálaflokkarnir að íhuga stöðu sína þegar kosið verður á ný.

Má vera að það verði innan fjögurra ára.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni