Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Klofnar FIFA?

Það kemur öllum við hver fer með fjárhald hjá alþjóðasambandi knattspyrnumanna FIFA. Þeir sem styrkja sambandið eru einmitt þeir sömu sem ætlast til að við veljum þjónustu og vörur þeirra.
Það fjarar verulega undan núverandi forseta enda barnaskapur að telja að hann sé ábyrgðarlaus af rekstri sambandsins. Nokkuð skrítið að helstu samstarfsmenn hans sitja nær allir í fangelsi fyrir kærur um peningaþvætti.
Það verður því tekist á í kosningum á morgun um gamla eða nýja FIFA.
Ef gamla rotna sambandið sigrar er hætta á klofningi tel ég.
Athugasemdir