Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Kindin og nemandinn

Kindin og nemandinn

Rúm 200 þúsund áa er í landinu. Miðað við beingreiðslur á kind er það tæp 12 þúsund krónur á haus. En skoðum fréttir dagsins:

 Sauðfjárbændur þurfa einungis að hafa 70 prósent sauðfjár á vetrarfóðrum til að fá fullar beingreiðslur fyrir þau ærgildi sem þeir eiga. Ekkert eftirlit er með því hvort bændur gefi upp rétta tölu sauðfjár hjá sér.

Sauðfjárræktandi með 500 ærgildi þarf því aðeins að hafa 350 kindur á vetrarfóðrum til að fá að fullu greitt fyrir þau ærgildi sem hann á. Ríkið greiðir sauðfjárbændum um 2,5 milljarða árlega fyrir að halda sauðfé.


Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra undirritaði reglugerð þess efnis í vikunni og er hlutfallið óbreytt á milli ára. Hann segir hlutfallið hafa haldist óbreytt milli ára.

„Ástæða þess að engin breyting er núna á ásetningarhlutfallinu er að það er ekki skortur á kjöti. Við hækkuðum hlutfallið fyrir nokkrum árum þegar leit út fyrir skort á lambakjöti. Hins vegar er það ekki raunin í ár og því ákváðum við að halda þessu óbreyttu,“ segir Sigurður Ingi. (Sveinn Arnarsson@365)

Höldum áfram að reikna:

Beingreiðslur á 500 áa bú er því um 6 miljónir. Nú ef bóndinn er einungis með 350 kindur þá greiðir ríkið 2 1/2 miljón á hvert slíkt bú, umfram ærgildi.

Segjum svo að við umbreytum nemenda í framhaldsskóla í kind. Það væri mikil búbót ef menntakerfið fengi svipaðar beingreiðslur og sauðfjárbóndinn.

Er þetta virkilega svona.

(Heimildir Hagstofan)

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni