Keypt fjórða vald

Fjölmiðlar eru oft nefndir fjórða valdið. Þetta fjórða vald er í raun svo öflugt að það hriktir oft í stoðum hinna þriggja, framkvæmda-, löggjafar og dómsvalds. Ráðherrar falla, 26.grein stjórnarskrárinnar virkjuð og Landsdómur kallaður saman. Allt vegna árverkni og frelsi fjölmiðla.
Fyrir suma stjórnmálamenn og athafnamenn er þetta frelsi eitur í beinum. Svo eitrað að fjölmiðillinn er keyptur.
Auðvaldið er fimmta valdið.
Og nú gerist það að öflug og vellesin bæjarblöð eru keypt. Ekki endilega vegna þess að þau voru auglýst til sölu. Ég sá hvergi slíkar auglýsingar, ekki nú, ekki þegar DV var selt, ekki þegar Eyjan var seld.
Það koma einfaldlega tilboð sem ekki er hægt að hafna.
Ég geri ekki sérstaklega ráð fyrir því að fjölmiðlanefnd né samkeppnisnefnd geri sérstakar athugasemdir.
Fólk er fullvissað um að blöðin komi áfram út.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða ritstjórar verði endurráðnir.
Svanur Kristjánsson orðar þetta ágætlega og fylgir pistli.
Athugasemdir