Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Ketill skrækur

„Sjáið hvernig ég tók hann, piltar?“ sagði Ketill skrækur í skjóli Skugga-Sveins. Þannig fannst mér utanríkisráðherra láta á alþingi í dag.
Ég er í raun sorgmæddur hvernig er komið fyrir alþingi og alþingismenningunni. Það sést best á því að ég er hættur að skrifa alþingi með stórum staf.
Êg er reyndar ekki kominn á þann stað að hætta að kjósa til alþingis.
Hitt fannst mér aumt hjá stjórnarandstæðingum mínus Pírata að sitja hjá þegar átti að beita afbrigði við ofbeldi á opinbera starfsmenn.
Nú er komið nóg.
Athugasemdir