Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Hver samdi ræðu Sigmundar?

Það er vitað að stutt ávörp þjóðarleiðtoga er samin af pólitískum ráðgjöfum hans og stundum yfirlesin af fagmanni ráðuneytisins.
Mörg góð atriði í breska þættinum -Yes minister- eru tekin úr raunveruleikanum. Þannig er setningin; I am their leader, I must follow them!- gott dæmi.
Annað þekkt dæmi er þegar Ólafur Thors þá forsætisráðherra var að ávarpa fund sagði um leið og hann reif ræðublöðin; Þessi ræða er full af vitleysu, ég ætla að tala við ykkur á íslensku!-
Forsætisráðherra hefði betur rennt yfir ræðuna sem hann flutti hjá Sameinuðu þjóðunum.
Vandi hans er að hann fær aftur og aftur vonda og ónákvæma ráðgjöf.
Því situr forsætisráðherrann uppi með tóm vandræði og eftiráskýringar.
Höfuð hljóta að fjúka.
Athugasemdir