Hættulega fólkið hans Sigmundar

Það má segja að eftirfarandi orð forsætisráðherra hafi vakið mig í morgun og vakið athygli:
-Hættulegir menn í röðum flóttafólks
Forsætisráðherra nefndi sem dæmi hinn mikla straumflóttafólks sem nú liggur til Evrópu. „Jafnvel tugþúsundir á dag, þá segir það sig sjálft að þar á milli getur leynst hættulegt fólk. Eins og hefur sést núna. En menn hafa ekki viljað segja þetta vegna þess hvernig þetta kynni að verða túlkað,“ sagði Sigmundur en vildi þó meina að þar væru kollegar hans forstætisráðherrarnir að vanmeta almenning.- (Bítið 16.11.2015)
Hér er farin þekkt leið þeirra sem vilja stjórna með ótta. Því komið inn að með flóttafólki komi hryðjuverkamenn. Þess vegna eigi að stöðva og varna örvingluðu og örþreyttu flóttafólki að komast í vernd í vestrænum heimi.
Getur einhver sagt manninum að af þeim átta sem frömdu hin blóðugu grimmdarverk í París eru þrír Frakkar sem bjuggu og ólust upp í París og a.m.k. tveir sem ólust upp í Brussel í Belgíu.
Veit hann þetta ekki?
Sigmundur nefnir svo í sviga að hann sé ekki einn um þessa skoðun. Þetta sé almenn skoðun ráðamanna þegar hljóðnemar séu fjarri.
Ég man ekki eftir jafn furðulegum orðum forverum Sigmundar.
Hér þarf maðurinn að tala skýrar.
Athugasemdir