Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Hoppað á vinsældarvagninn

Hoppað á vinsældarvagninn

Ég hlustaði á forseta vor árla í Bítinu. Þetta varð niðurstaðan;

-Ég verð bæði sorgmæddur og hugsi yfir þessu viðtali við forsetann. Í fyrsta lagi hafa flest trúarbrögð nema ásatrú borist að okkar landi og reynt að hafa áhrif á gang mála. Ef forsetinn er búinn að gleyma því að um miðja 16 öld urðu hér siðaskipti með blóðugum hætti. Fyrri siðaskipti voru friðsæl enda Þorgeir undir feldi. Ég hef ekki tölu á því hversu oft í viðtalinu forsetinn tengir saman orðið öfgafull og Islam. Daesh hefur ekkert með Islam eða múhameðstrú að gera og það veit forsetinn. Því miður hoppar forsetinn enn og aftur á vinsældavagninn enda vel æfður í því. En orð og viðhorf forsetans eru hættuleg, a.m.k. skaðleg. Þau ýfa upp fordóma sem blunda skinnþykkt undir í mannlegu eðli. Mig langar helst að álíta að eðli forsetans sé skítlegt.-

Þetta er ansi hart kveðið enda fannst mér ástæða. Það sveið einnig undan því sem hann sagði ekki. Í fréttinni sem fylgir segir;

Íslömsk öfgaöfl sækja fram á Íslandi
Forsetinn var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun og var býsna afdráttarlaus í tali. Þar upplýsti Ólafur Ragnar Grímsson um að hann hefði komist að því á fundi með fulltrúum erlends ríkis fyrir nokkru að ríki sem vill rækta öfgakennt íslam vildi skipta sér af trúarbrögðum á Íslandi. Væntanlega er Ólafur Ragnar þar að tala um Saudi Arabíu.(Jakob Bjarnar)

Þetta verður að skoðast í samhengi.
Sendiherra Saudi Arabíu  hitti Ólaf Ragnar í boði í Reykjavík fimmtudaginn 10. janúar 2013, segir í skjali sem Wikileaks birtir.(Stundin)

„Viðstaddir í boðinu voru sendiherra okkar og nokkrir aðrir sendiherrar gagnvart Íslandi, ásamt fjölda íslenskra embættismanna. Í þessu samhengi ræddi sendiherra Sáda við forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Í samtalinu talaði forsetinn um hið mikla hlutverk sem Sádi-Arabía hefur, undir stjórn og í krafti Verndara hinna tveggja helgu moska [viðbót blaðamanns: nafnbót konungs Sádi-Arabíu], við að ná fram friði í heimshlutanum. Hann orðaði einnig áhuga á að styrkja og víkka tvíhliða samskipti milli Sádi-Arabíu og Íslands, með þeim hætti að þau nái yfir allar efnahagslegar og viðskiptalegar víddir, til viðbótar við stjórnmálaleg tengsl."

Hér er forsetinn kominn á kné hjá ríki sem ekki telst til lýðræðisríkja. Og svo þetta;

Á fundi forseta Íslands með Ibrahim S. I. Alibrahim, sendiherra Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum, var tilkynnt að Sádi-Arabía myndi leggja 100 milljónir Bandaríkjadala, eða rúmlega 130 milljónir króna, í byggingu mosku í Reykjavík.

Nei, nei, Saudi Arabar eru ekki öfgamenn.

Hvar endar þetta?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni