Hjallastefnan á síðasta hjalla?

Eftirfarandi mátti lesa í gær:
-"Framkvæmdastjórn Hjallastefnunnar tók í byrjun júlí ákvörðun um að leggja niður miðsstigið í Vífilsskóla í Garðabæ frá og með haustinu 2016. Miðstig eru 5., 6. og 7. bekkur grunnskóla.
Í tilkynningu frá Hjallastefnunni segir að ástæða ákvörðunarinnar sé að félagið geti ekki mætt þörfum nemenda með þeim hætti að það samræmis hugmyndafræði og markmiðum félagsins án þess að viðeigandi mótframlag sveitafélagsins komi til.
Í samningi Hjallastefnunnar við Garðabæ um rekstur Vífilsskóla er gert ráð fyrir að forsendur fjárveitinga til skólans séu meðalfjárveiting til grunnskóla í Garðabæ, þar með talin sérfræðiþjónusta og stuðningur við nemendur sem þurfa á því að halda.
Í tilkynningunni segir að sú staða sé komin upp hjá Vífilsskóla að fleiri nemendur þurfi á sérfræðiþjónustu og stuðningi en framlag sveitarfélagsins gerir ráð fyrir.-"
Margir hafa fullyrt að Hjallastefnan sé ágæt fyrir leikskólann en passi síður fyrir grunnmenntun.
Það hefur reynst erfitt að græða á rekstri grunn- eða framhaldsskóla hér á landi og nú virðist Hjallastefnan steyta á þeim hjalla.
Athugasemdir