Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Hjallastefnan á síðasta hjalla?

Hjallastefnan á síðasta hjalla?

Eftirfarandi mátti lesa í gær:

-"Fram­kvæmda­stjórn Hjalla­stefn­unn­ar tók í byrj­un júlí ákvörðun um að leggja niður miðsstigið í Víf­ils­skóla í Garðabæ frá og með haust­inu 2016. Miðstig eru 5., 6. og 7. bekk­ur grunn­skóla.

Í til­kynn­ingu frá Hjalla­stefn­unni seg­ir að ástæða ákvörðun­ar­inn­ar sé að fé­lagið geti ekki mætt þörf­um nem­enda með þeim hætti að það sam­ræm­is hug­mynda­fræði og mark­miðum fé­lags­ins án þess að viðeig­andi mót­fram­lag sveita­fé­lags­ins komi til.

Í samn­ingi Hjalla­stefn­unn­ar við Garðabæ um rekst­ur Víf­ils­skóla er gert ráð fyr­ir að for­send­ur fjár­veit­inga til skól­ans séu meðal­fjár­veit­ing til grunn­skóla í Garðabæ, þar með tal­in sér­fræðiþjón­usta og stuðning­ur við nem­end­ur sem þurfa á því að halda.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að sú staða sé kom­in upp hjá Víf­ils­skóla að fleiri nem­end­ur þurfi á sér­fræðiþjón­ustu og stuðningi en fram­lag sveit­ar­fé­lags­ins ger­ir ráð fyr­ir.-"

Margir hafa fullyrt að Hjallastefnan sé ágæt fyrir leikskólann en passi síður fyrir grunnmenntun.

Það hefur reynst erfitt að græða á rekstri grunn- eða framhaldsskóla hér á landi og nú virðist Hjallastefnan steyta á þeim hjalla.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni