Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Grískur lánasjúss

Grískur lánasjúss

Það er í sjálfu sér ekkert við það að athuga að íslenskir þingflokkar sendi samstöðuályktun til grísku þjóðarinnar. Samt vont að líkja skuldum Grikkja við Icesave. Á því er mikill munur. Án þess að fara djúpt ofan í þann mun er ljóst að skuldir Grikkja eru ríkisskuldir þar sem aðrar Evruþjóðir jafna viðskiptahalla Grikkja með lánum. Þetta er bæði veikleikleiki og styrkleiki evrusamstarfsins. Hitt er annað mál að forseti framkvæmdastjórnar ESB Jean-Claude Junker hefur orðið persónugervingur vondu lánadrottna. Tiltölulega auðvelt að benda á fortíð Junker sem forsætisráðherra smáríkis sem hagnast á bankaviðskiptum. 

Eftir stendur að Grikkir gátu í gleði sinni dansað Zorba í gærkvöldi.

Spurningin hversu þynnkan verður hörð og langsæ.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni