Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Gjaldeyrishöft: Fugl í skógi

Mér finnst fólk full ákaft að hengja hrós á forsætis- og fjármálaráðherra fyrir stjórnkænsku við losun gjaldeyrishafta. Í raun hefur lausnin verið ljós nær árum saman en síðustu mánuði hafa stjórnarflokkarnir skipst á ágreiningi um lokalausn. Það þarf ekki annað en benda á sífelldar yfirlýsingar fjármálaráðherra um losun hafta á næstu klukkustundum.
Afburðafólk bak við lausnina má þakka. En höfum hógværð í hrósi á stjórnmálamennina.
Svo kemur forsætisráðherra fram og segir að lausnin liggi í því að við erum utan ESB!
Hvílíkt bull.
Athugasemdir