Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.
Gengi Pírata: Refsing eða breyting?

Gengi Pírata í skoðanakönnunum er ótrúleg. Man ekki í svipan eftir því að nýr flokkur hafi svo lengi mælst með mesta fylgið. Einnig er athyglisvert fylgi Sjálfstæðisflokksins sem varla nær sér yfir 25% markið. Píratar eru bókstaflega búnir að plokka allt fylgi unga fólksins af Sjálfstæðisflokknum. Kæmi ekki á óvart að Píratar tækju undir kröfuna um lækkun kosningaaldurs í 16 ár.
Spurningin er bara þessi; Er fylgi Pírata komið til að vera eða er verðið að gefa fjórflokknum gula spjaldið- ekki það rauða?
Athugasemdir