Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.
Forsætisráðherra segir nei

Á þessu augnabliki er verið að greiða atkvæði um dagskrártillögu um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar.
Forsætisráðherra hefur komið sér hjá því að svara fyrirspurn þessa efnis sem er í sjálfu sér merkilegt þar sem afnám verðtryggingar var eitt helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins.
Össur Skarphéðinsson boðaði það að slíkar dagskrártillögu daglega. Það myndi lama daglega almenn þingstörf.
Þessi uppákoma stækkar ekki forsætisráðherra í starfi.
Sami forsætisráðherra krafðist þess sem almennur þingmaður að eiga sérstakt samtal við þáverandi forsætisráðherra um skuldir heimilanna. Það gekk eftir.
En sem sagt með skjaldborg sjálfstæðismanna var sveigt af leið þingræðis.
Dagskrártillagan var felld 32 gegn 24.
Athugasemdir