Forsetinn í ham

Stundum er forsetinn undir hami en á Sprengisandi var hann í ham. Þó það mætti lesa það út úr orðum hans er hann á útleið en vildi gjarnan hafa áframhaldandi hlutverk hvað varðar norðurslóð.
Alþingi, ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stjórnlagaráð fá sinn skammt.
Hann lýsir framgangi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þannig að „með offorsi í því að umbylta núverandi stjórnarháttum sama hvað tautar og raular".
Kosning til Stjórnlagaþings hafi verið klúðursleg þar sem hrært var saman óskinni um landið eitt kjördæmi, þjóðkjörnir fulltrúar og persónukosningu. Þögn alþingis í nær tvö ár sýni áhugaleysi þess. Hann hefði minnt þingið á stjórnarskrármálið og "menn hefðu lyft brúnum".
Þetta er í fyrsta sinn sem harkanleg gagnrýni kemur á kosningafyrirkomulag til Stjórnlagaþings og fróðlegt að vita hvort fleiri fræðimenn séu honum sammála. Einnig má túlka orð hans þannig að úrskurður Hæstaréttar um ógildingu kosningu til Stjórnlagaþings hafi verið náðarstunga. Forsetinn gerir lítið úr spurningunum sem lagðar voru fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslunni nema skýrri spurningu um þjóðkirkjuna. Um þetta eiga fræðimenn eftir að deila. Því er nefnilega haldið fram að þjóðkirkjuspurningin hafi verið óskýr.
1. Vilt þú að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Hér telur forsetinn að orðalagið -lagt til grundvallar- túlkist ekki sem "í einu og öllu".
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Þessa spurningu telur forsetinn skýra en margir hafa bent á að ekki sé því svarað hvaða þjóðkirkju sé átt við.
Forsetinn heldur áfram að koma á óvart en í dag var hann í óvenju góðu formi.
Spurningunni um framhaldið er enn ósvarað.
Athugasemdir