Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Forsetinn getur ekki hætt

Forsetinn getur ekki hætt

Við lestur á stórgóðri grein Svans Kristjánssonar í haustriti Skírnis um forsetatíð Ólafs Ragnars, -Hið nýja Ísland eftir hrunið eða geðþóttavald forseta Íslands-. er ljóst að það hlutverk sem forsetinn telur sig hafa við spuna örlagavef þjóðar er ekki lokið.

Þegar skoðuð eru áramótaávörp forsetans og borið saman við ávörp við þingsetningu Alþingis er ljóst að ekki er fullofið.

Það sem einna helst er eftir er tvennt:

  • Gæta þess að ekki verði ráðskast með breytingu á stjórnarskrá umfram þeirra þátta sem honum eru hugnanlegir.
  • Hlutverk Íslands sem forystuþjóðar við heimskautabaug, en þar ætlar hann landinu leiðand hlutverk.

Það er í þessu ljósi athyglisvert að fram er kominn frambjóðandi til kjörs forseta burtséð hvað núverandi forseti hefur í huga. Hér á ég við Stefán Jón Hafstein samanber viðtal á Sprengisaandi 8.nóvember s.l.

Í ljósi þess að ekki er komnar fram breytingartillögur stjórnarskrárnefndar er ljóst að forsetinn fer sínu fram.
Ekki verður kosið um breytingarnar samhliða forsetakjöri í vor.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni