Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Flugvellir; Geta breytt lögum

Flugvellir; Geta breytt lögum

Þó segja megi að sjálfsforræði sveitarfélaga sé bundin í stjórnarskrá þá er sá hængur á að alþingi getur ráðskast með skipulagsmál sveitarfélaga ef "almannahagsmunir eru í húfi" eins og það er orðað.
Þá er bara spurningin hvað eru almannahagsmunir. Auðvitað loðið og teygjanlegt orðtak.

Í stjórnarskránni stendur:

 -78. gr. [Sveitarfélög skulu sjálf ráða málefnum sínum eftir því sem lög ákveða.
Tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum, svo og réttur þeirra til að ákveða hvort og hvernig þeir eru nýttir.]-

Stjórnlagaráð sá enga ástæðu að breyta þessu orðalagi enda getur alþingi t.d. með rammaáætlun breytt heildarskipulagi sveitarfélags.

En þó að það sé hægt að breyta og grípa inn í skipulagsrétt sveitarfélaga þá er ég hræddur um að það verði ekki gert á friðsaman hátt.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni