Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

"Flókið en einfalt."

"Flókið en einfalt."

Meðfylgjandi þessu bloggi er það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði um verðtryggingu fyrir kosningar. Hér er svo ein útgáfa eftir kosningar;

"Verðtryggingin verður afnumin af neytendalánum á kjörtímabilinu. Það er einfalt en flókið og umfangsmikið verk, að sögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, spurði Sigmund á Alþingi í dag hvort og hvernig verðtryggingin verði afnumin af neytendalánum." (13.október 2015).

Þegar svo þingmenn spyrja um efndir sést í iljarnar á forsætisráðherra út úr þingsalnum, sumir töldu flóttann vera kökuleit. Það á því vísan;

Jæja þá, í þetta sinn
þér er heimil ólin.
En hvenær koma, kæri minn,
kakan þín og jólin? [les. Verðtrygging]. 
Þorsteinn Erlingsson

Ég legg til að stjórnarandstaðan gefi forsætisráðherra perusúkkulaðiköku þegar verðtryggingarfrumvarpið verður lagt fram.

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni