Eru verkföll úrelt?

Alltaf þegar verkfallsvopninu er beitt koma fram umræður um verkfallsréttinn og hversu úreltur hann er.
Í stuttu máli er það vegna þess að annað hvort eru menn hreinlega á móti því að launafólk hafi verkfallsrétt, eða sett fram af smá skilningsleysi.
Ég er tiltölulega opinn fyrir því að verkfallsvopninu sé breytt. Sé ekki sljótt vopn síðustu iðnaldar. En ég er ekki viss að atvinnurekendur séu jafn sólgnir í þær lausnir.
Einfaldast væri að sækja í reynslusjóð Norðurlanda. Spyrja sig þeirrar spurningar hvers vegna eru vinnudeilur þar mun dempaðri og fátíðari.
Í því svari liggja margir þræðir. Fyrsti þráðurinn er sá að við búum við óstöðuglegan gjaldmiðil þannig að kjarabót getur rokið út um verðbólgugluggann í einni hendingu. Annað er að atvinnurekendur komast upp með það að hanga með lausa samninga mánuðum saman og ekki er gerður kjarasamningur frá því sá fyrri rann út. En svo skellur á verkfall er mismunandi hversu beitt og hratt verkfallsvopnið bítur. Íslensk menning segir að ef peningar eru í húfi þá verði skellt á lögum "med det samme". En ef velferðarkerfið er undir og heilsa sjúklinga er lappadráttur.
Breyting á samningamenningu verður að koma frá grasrótinni. Frumkvæði breytinga kemur sjaldnast að ofan.
En bara það sé ljóst þá er ég afar efins að samningamenningin batni á Íslandi og jafnframt samið um mannsæmandi kjör.
Athugasemdir