Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.
Er jafnaðarstefnan orðin fylgibúnaður?

Dapurlegt er að sjá hvernig komið er fyrir þeim flokki sem hefur tileinkað sér jafnaðarstefnuna. Aðrir flokkar hafa eignað sér stefnuna, tekið hana upp eins og fylgibúnað.
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag eru taldir þeir flokkar sem teljast til velferðarflokka svo sem að efla heilbrigðiskerfið.
Þar er Jafnaðarmannaflokkurinn ekki með.
Ef svo er komið sögu að Samfylkingin gleymdist er það eitt og sér alvarlegt mál. Hitt skringilegt að nýi fjórflokkurinn á forsíðunni undraðist ekki yfir fjarveru Jafnaðarmannaflokksins.
Það virðist vera svo þessa dagana að þeir flokkar sem eiga aldarafmæli safnist nú í sögubækur.
Athugasemdir