Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Er hópnauðgun ekki nauðgun?

Er hópnauðgun ekki nauðgun?

Þegar þarf að tala um kynferðisbrot þarf að tala varlega. En tala samt.

Hópur drengja er í herbergi með stúlku í herbergi og allar hafa kynmök við stúlkuna og er lýsingin harla óhugguleg. Það er alveg ljóst að stúlkan upplifði atburðinn sem nauðgun.

Það er í raun nóg að mínu mati. 

En dómarar þurfa víst að dæma eftir lögum og sterkustu rökin voru þau að vitnisburður stúlkunnar var ruglingslegur.

Engan skal furða.

Eina sökin í málinu var videó sem tekið var af atburðinum. Dómarinn telur að myndskeiðin styrkja sögu drengjanna. Upptakarinn þarf að borga bætur. 

Upptakan ekki gerð með samþykki stúlkunnar.

Margt mætti ræða við drengina um kynlíf og kynvirðingu.

Þeir mega þakka fyrir að búa ekki á Indlandi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni