Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Enn um Ólöfu

Enn um Ólöfu

Fyrir um mánuði skrifaði ég blogg um hugsanlegt framboð núverandi innanríkisráðherra í sæti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. Nokkur skilaboð fékk ég um að þetta væri spuni og þvættingur.

Nú er hafið velþekkt ferli þar sem flokkseiningar þrýsta á breytingar í forystu flokksins. Það gefur þeim sem fyrir er í sæti tækifæri á að hætta með sæmd.

Á sínum tíma fékk Þorsteinn Pálsson skýr skilaboð að Davíð vildi verða formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann mat stöðuna þannig að tölfræðin væri honum í hag, enda munaði mjóu.

Núverandi varaformaður er ekki gerður úr því efni að hopa.

Það stefnir því í varaformansslag í Sjálfstæðisflokknum.

Ekki í fyrsta sinn.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni