Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Einkavæðing bankanna: Ótæk rök

Einkavæðing bankanna: Ótæk rök

Fyrir þremur árum samþykkti alþingi* þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu bankanna.

Þingsályktunin var samþykkt með 24 atkvæðum í nóvember 2012. Enginn greiddi atkvæði gegn tillögunni en 11 þingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sátu hjá í atkvæðagreiðslunni, þar á meðal Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

 

Svo það sé á hreinu þá eru þetta þingmenn sömu flokka og stóðu að einkavæðingu föllnu bankanna, og það eitt sér vekur athygli.

Árlega er núverandi forseti alþingis* svo þráspurður um stöðu mála.

Rök þingforseta byggja á lagatæknilegum og kostnaðarlegum grunni. Hann telur að ekki verði hafin rannsókn á einkavæðingunni nema lögum verði breytt.

Sé það svo af hverju er ekki búið að semja slík lög?

Kostnaðaróttinn eru sterk rök sem notuð eru í nauðvörn. Fyrri rannsóknarnefndir hafi farið fram úr fjárheimildum.

Það má semsé ekki rannsaka einkavæðinguna vegna kostnaðar.

Hér á við hið fornkveðna; Afsakið á meðan ég æli.

*Fæ mig ekki nú um stundir að skrifa stofnunina með stórum staf.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni