Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Ég ætla ekki að borga læknakostnað annarra!

Ég ætla ekki að borga læknakostnað annarra!

Nú mætti halda að þetta sé skoðun mín en svo er ekki - alls ekki. En þetta er í raun skoðun margra. Þeir efnaminni þurfa yfirleitt að líða fyrir niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á meðan þeir efnameiri hafa greiðari aðgang. Skoðum samtal sem ég átti við tvo einkavæðingarsinna;

Gunnar Theodór Gunnarsson ·  Ökukennari, leigubílstjóri-
Gísli Baldvinsson sá ríkisrekni kostar sennilega meira. Það að heilsugæsla sé einkarekin þýðir ekki að sjúklingurinn þurfi að borga meira. Einkareknar heilsugæslur gera samning við ríkið.
En ef einhver vill borga einkalækni aukalega, t.d. vegna aðgerðar vegna tennisolnboga (ríkið er nánast hætt að gera slíkar aðgerðir) þýðir það einfaldlega að skattgreiðendur þurfa ekki að borga fyrir þá þjónustu. Er það ekki fínt?

Ragnhildur Kolka
Gísli, sá sjálfstæði kostar mig það sama og ef ég færi á heilsugæslustöð. Sparnaðurinn liggur í lítilli yfirbyggingu og rekstrarkostnaði hjá þeim sjálfstæðu.

Gísli Baldvinsson · Nemi í stjórnmálafræðum at Háskóli Íslands
Þá skil ég ekki af hverju allir flykkjast ekki út á einkastöðvarnar. Amk þeir heimilslæknalausu.

Ragnhildur Kolka
Svarið er einfalt, ríkið hefur ekki heimilað fjölgun sjálfstætt starfandi heimilislækna, því þeir eru að reyna að þrýsta öllum inn á heilsugæslustöðvarnar sem það hefur byggt upp með ærnum tilkostnaði. Svo ekki sé minnst á rekstrarkostnaðinn. Við höfum séð hversu illa gengur að manna stöður a þessum stöðvum. En þú átt kannski erfitt með að skilja þetta svo sokkinn sem þú ert í samneyslu hugmyndafræðina.

-

Eins og viðmælandinn sagði:-ég er sokkinn í samneyslu hugmyndafræði[nnar].

Eða er það svo? Er þetta illgirni ríkisvaldsins sem "þrýsta öllum á heilsugæslustöðvarnar"-?
Eða er það ekki bara gott að í frelsinu fríar það skattgreiðendur að borga fyrir aðgerð á tennisolboga?

Á þessu sést að erfitt er fyrir velferðarmanninn að eiga samtal við einkavæðingarsinnann. Veröld hans er afar einföld.

Allir borga fyrir það sem þeir nota,- ef þeir hafa efni á því.

Aðrir mega fara í rass og rófu.

-

Mér sýnist að það verði búið að einkavæða allt heilbrigðiskerfið fyrir kosningarnar 2017, en ef ekki verður þetta eitt af stóru málunum.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni