Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Benedikt gegn flokksræðinu

Benedikt gegn flokksræðinu

Benedikt Erlingsson er ekki bara snjall leikari og leikstjóri. Hér kemur hann fram sem þjóðfélagsrýnir:

"Unga fólkið er engin lausn. Það er allt of mikið af ungum stjórmálamönnum...Allt þetta gamla  miðaldra lið á Alþingi sem við vantreystum á það allt sameiginlegt að það  byrjað allt korn-ungt í stjórmálum og kunni ekkert nema að þóknast baklandinu og leika flokksleikinn. Þetta á við nær alla íslenska stjórnmálastétt í dag. Vandi lýðræðisins í allri vestur Evrópu er "ungstjórnmálamenn" sem eru fullkomlega vanmáttugir gagnvart auðvaldinu og flokkssvipunni. Fólk sem kann ekkert annað enn að vera í stjórnmálum er hættulegt lýðræðinu af því það hefur ekki efni á þvi að tapa eða standa við hugsjónir sínar."

Hér gerir hann atlögu  að kjarnræðisflokkakerfinu sem í raun hefur ríkt frá upphafi flokkakerfis hér á landi. Alþýðuflokkurinn var eini flokkurinn sem var stofnaður utan þings (fyrir 1925) sem fjöldaflokkur en við stofnun lýðveldis var sama yfirbragð yfir flokkunun, fjórflokkurinn var fæddur.

Virkasti framgangur í stjórnmálum var að alast upp í flokkunum og eftir góðan flokkshlýðnistíma var vegurinn inn í þingflokkinn greiður. 

Eitt er eitur í huga kjarnræðisflokka, það er persónukjör. Með persónukjöri eða kjósendur raði sjálfir á framboðslista flokkana dregur verulega úr valdi elítunnar.

Orð Benedikts koma sem ferskur vindur inn í fúla andrúm stjórnmálanna.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni