Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Árni Páll innan skerjagarðsins

Árni Páll innan skerjagarðsins

Ekki blæs byrlega fyrir þá flokka sem kenna sig við félagshyggju. Samanlagt fylgi þeirra nær ekki 20%. 

Vinstri græn hafa alltaf sveiflast innan 10-20% fylgi og það breytist ekki. En það að Samfylkingin stefni í pilsnerfylgi eru stórtíðindi. Sjálfstæðisflokkurinn hressist og er kominn í sitt náttúrufylgi, það er hinn hefðbundni fylgisbotn gegnum árin. Allt bendir til að fylgisrennslið er minnst milli Sf.fl. og Pírata nema að Píratar halda fast um fylgi unga fólksins sem annars kysi xD. 

Miðflokkarnir tveir, Framsókn og Björt framtíð, skipta með sér fylgismylsnu sem að mestu er runnið til baka í móðurflokkinn.

Áfallið er mest hjá Samfylkingu og formanni flokksins. Má líkja för Árna Páls við bátskel innan skerjagarðs sem á það eitt eftir að steyta á skeri. Þó langt sé til kosninga er besta ráðið ekki að leggja árar í bát og vona hið besta.

Brimróðurinn entist illa,
útsog mikið bátinn laust.
Ólag nýtt sést
 uppi hilla.
Öldur skipið þóttufylla,
b
orðaþykkt og bandatraust.
Borðaþykkt og bandatraust.

:l: Ára blöðin brimið molar, :l:
burtu fjórum mönnum skolar.

Davíð Stefánsson

Stefnir í að fjöldi þingmanna SF verði ekki fleiri eftir næstu kosningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni