Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Alþingi: Hver er gíslinn?

Jón Gunnarsson alþm. hefur verið einna duglegastur að halda á dagskrá breytingar á rammaáætlun um orkunýtingu. Stjórnarandstaðan hefur móast hraustlega og störf alþingis lömuð. Jón telur að minnihlutinn hafi tekið þingið í gíslingu. En er það svo? Í pípunum liggja 42 mál þar sem samkomulag er í 31 máli. Gæti verið að lausnin liggi í því að taka Rammann af dagskrá? Ef svo er þá er gíslatakinn Jón Gunnarsson. 

Að gefnu tilefni þá er það oftúlkun á þingræðinu að minnihlutinn brjóti lög með þófinu. Forseti alþingis hefur dagskrárvaldið. Forseti hefur neyðarhemil sem reyndar er sjaldan notaður. Hann getur tekið mál af dagskrá með stuðningi þingsins. 

Deilan á alþingi er komin í sjálfheldu og lausnir fáar. 

Mín ráðlegging til forseta þingsins er að taka Rammann af dagskrá. 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni