Aldraðir og öryrkjar undir kjaranefnd

Hinn mikli baráttujaxl Björgvin Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi er góður og gegn málsvari aldraða og öryrkja. Ekki get ég fest tölu á öllum þeim greinum sem hann hefur skrifað og enn ein er í opnu Fréttablaðsins í dag.
Ekkert hefur gengið að þessi minnihlutahópur fái sínar leiðréttingar sem aðrir hvað þá afturvirkt.
En nú er ég með tillögu fyrir áhugasaman þingmann. Hann leggi fram eftirfarandi breytingu á lögum;
Lög um Kjaradóm og kjaranefnd.
2. gr.
Kjaradómur ákveður laun forseta Íslands skv. 1. gr. laga nr. 10/1990, um laun forseta Íslands, þingfararkaup og önnur starfskjör alþingismanna skv. 12. gr. laga nr. 75/1980, um þingfararkaup alþingismanna, launakjör ráðherra, hæstaréttardómara, héraðsdómara, biskups Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara og umboðsmanns Alþingis.
2. gr. orðist svo; Kjaradómur ákveður laun forseta Íslands skv. 1. gr. laga nr. 10/1990, um laun forseta Íslands, þingfararkaup og önnur starfskjör alþingismanna skv. 12. gr. laga nr. 75/1980, um þingfararkaup alþingismanna, launakjör ráðherra, hæstaréttardómara, héraðsdómara, biskups Íslands, ríkisendurskoðanda, ríkissáttasemjara, ríkissaksóknara, umboðsmanns Alþingis, almenna lífeyrisþega og öryrkja.
Með því yrði þjóðarsátt til að tryggja þessum hópum a.m.k. jöfn kjör á við aðra.
Kjaraleg staða þeirra gæti ekki versnað.
Athugasemdir