Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd

Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd

Kominn er ágreiningur í núverandi stjórnarskrárnefnd sem skipuð var fyrir tveimur árum. Nefndin hefur fundað stíft og allt virtst benda til þess að samkomulag yrði um fjóra þætti stjórnarskrárinnar sem sátt yrði um. Þessir þættir voru um náttúruvernd, auðlindaákvæðið, um beint lýðræði og fullveldisafsal til alþjóðastofnana.

Eftir landsfund Sjálfstæðismanna var eftirfarandi klásu kippt út í lokaafgreiðslu;

„Í stjórnarskránni ætti að vera ákvæði um að auðlindir sem ekki eru í einkaeigu, séu ævarandi í eign íslensku þjóðarinnar sem nýttar eru með sjálfbærni og hagsmuni allra landsmanna að leiðarljósi.“

Þetta er orðrétt upp úr þeim drögum sem stjórnarskrárnefndin var búinn að afgreiða.

Nú er að sjá hvað gerist á fundi nefndarinnar á mánudag en ljóst er að tillögurnar eru að brenna inni á tíma ef á að kjósa um þær samhliða væntanlegum forsetakosningum næsta vor.

Enn einu sinni.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni