Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

Af hverju íhaldið vill skattaleynd

Af hverju íhaldið vill skattaleynd

Enn á ný reisir frjálshyggjan frelsisfánanum og nú til varnar skattaleyndar. Skattgreiðslur eru samfélagsgreiðslur, félagsgjöld til samfélagsins. 

Af hverju þurfa þær greiðslur að vera leyndó?

Hafa menn eitthvað að fela? Er ekki öllum ljóst að með skattskránni má áætla hvað hver aflar?

Því miður er það þannig að fólk skýtur undan skatti. Vinnur svart. Berst samt mikið á. 

Skattayfirvöld þiggja gjarnan upplýsingar um fólk á lágmarkslaunum sem virðast geta ýmislegt sem gerir lífið bærilegra.

Ég man eftir hjónum í einu ágætu hverfi borgarinnar sem virtust hafa litlar tekjur en áttu tvo bíla, stórt hús og fóru oft til útlanda.

Samt vissu allir að þau ráku heildsölu og reyndar litla sælgætisverksmiðju í bílskúrnum.

Í landi frelsisins Bandaríkjunum getur fólk bent á íburði fólks til skattayfirvalda. Beri rannsókn árangur fær uppljóstrarinn skattaafslátt!

Skattagreiðslur manna er ekki hans einkamál.

Upplýstar skattagreiðslur eykur gegnsæi.

Hvað hafa sjálfstæðismenn að fela?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni