Þessi færsla er meira en 10 ára gömul.

Að virkja í huganum

Að virkja í huganum

Forsætisráðherra talaði af sér. Stjórnarsinnar hafa í sífellu bent á að það að færa virkjunarkost úr biðflokk í nýtingarflokk sé það sama og virkja. Skoðum freudíska tungu SDG:
"Af því að hér er talað mikið um faglegheit þá hefur verkefnisstjórn í öðrum áfanga fjallað um virkjunarkostina þrjá í Þjórsá, Skrokköldu og Hagavatn. Eins og bent var á hér áðan hefur Alþýðusambandið  ítrekað beint því til þingsins að fylgja faglegri umfjöllun um rammaáætlun með því að setja þá virkjunarkosti  sem upp voru taldir í nýtingarflokk. [i.e. Þjórsá og Skrokkalda]."

Forsætisráðherra staðhæfir að þessi breyting sé gerð að kröfu ASÍ!!

En er það svo?

 RÚV:
„Rammaáætlun hefur aldrei verið nefnd í yfirstandandi kjaraviðræðum,“ segir Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ telur breytingar á rammaáætlun ekki tengjast viðræðunum eða vera sérstakt innlegg í þær.

Mikil umræða skapaðist á þingi í gær eftir ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson forsætisráðherra í fréttum RÚV um tengsl breytinga á rammaáætlun og kjaradeilna.-

Getur það verið að forsætisráðherra hafi bara dreymt þetta?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni