Það verða forsetakosningar í vor

Stefán Jón Hafstein efndi til könnunar á Facebook. Könnunar eða vísbendingar sem hann spyr sjálfan sig og aðra varðandi forsetaembættið. Hann hefur jafnframt staðfest að hann gefi kost á sér í forsetaframboð í vor óháð því hvort núverandi forseti gefi kost á sér.
Ég skoðaði nokkra þætti sérlega vald forseta og stjórnskipunina.:
34%: ,,Forseti er fyrst og fremst sameiningartákn og á að forðast að blanda sér í átakamál í samfélaginu, hann er eins ,,ópólitískur" og unnt er.”
48%: ,,Forseti er áhrifavaldur í þágu málefna sem hann kýs að setja á oddinn í ræðu og riti en blandar sér ekki í átakamál líðandi stundar.”
Þetta má túlka á þann veg að 82% svarenda vilja ópólitískan forseta, forseta sem ekki blandar sér í átakamál. Þá situr eftir spurningin hvaða átakamál það eru. Fullveldisframsal eða þátttöku í alþjóðasamtökum hljóta að svífa þarna yfir dægurmálunum. Ef svo er þá má spyrja sig hvort núverandi forseti hafi gert slíkt.
Stefán Jón skilgreinir þetta svona; "Hvernig má túlka svörin? Þátttakendur hafna því að forseti sé gerandi í ,,átakamálum líðandi stundar” þótt hann beiti sér um málefni sem hann Óbeinn áhrifavaldur? kýs að setja á oddinn. Þriðjungur vill hafa hann fyrst og fremst sameiningartákn. Hugmyndinni um ,,forsetaræði” er því hafnað en samt telur stór hluti þátttakenda að forseti sé áhrifavaldur. Hugsanlega telur fólk forseta hafa áhrifavald á bak við tjöldin, en einnig, að áhrifin felist fyrst og fremst í ,,óbeinum” atbeina í bland við synjunarvaldið? ".
-
Ég er ekki jafn viss og Stefán Jón að svarendur hafi verið að hafna forsetaræði í svörum sínum. Forsetinn er þjóðkjörinn og hefur vísunarvaldið, sem forsetinn réttilega lýsti þannig að hann og þjóðin fari með hið endalega löggjafarvald. Alþingi fari því með bráðabirgða löggjafarvald. Um 70% telja svo mikilvægt að forsetinn hafi þetta vald áfram, með þjóðinni. Reyndar fái kjósendur þann kost að geta vísað lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hitt er ljóst af þessari könnun að flestir eru þeirrar skoðunnar að fara verði varlega með þetta vald.
-
Margt annað er áhugavert í þessari léttu vísbendingarkönnun.
Stefán Jón stígur inn í framboðshringinn með óvenjulegum hætti. Gerir það skýrt og heiðarlega.
Það er því ljóst að það verða forsetakosningar í vor.
Athugasemdir