Þessi færsla er meira en 9 ára gömul.

2007 hroki lögreglustjórans

2007 hroki lögreglustjórans

Björn Þorláksson Hringbrautarblaðamaður er sjóaður í starfi og þrautgóður. Landsútgefandi staðarblaða lánaði Birni eitt af blöðunum, Akureyri. Björn gaf út bók -Mannorðmorðingar?- þar sem Þorbjörn Broddason skrifaði formála. Þar undrast Þorbjörn skerpu Björns og neistaflug fréttanna. 

Varla var bókin komin út er fjölmiðlamogúll Framsóknar keypti öll blöðin og eru þau að koma út, Bleikt í Kópavogi og blátt á Vestfjörðum. En . . . ekki á Akureyri.

Nú er Björn kominn á Hringbraut. Þar heldur hann áfram að hamra járnið. 

Nú reynir hann við lögreglustjórann í Reykjavík, gefum honum orðið:

-

Ég ætla að segja sögu af lögreglustjóranum í Reykjavík. Og ég hvet aðra fjölmiðlamenn til að miðla svipuðum frásögum, því það er fullt af svona dæmum, því miður. Þau eiga ekki að vera atvinnuleyndarmál heldur á almenningur skilið að vita af, allt upp á borðið – gagnsæi er orðið!. Illugamálið er gott dæmi um það.

En ég var sumsé með hugmynd að efni og langaði að spyrja lögreglustjórann í Reykjavík hvort hún gæfi kost á sér í sjónvarpsviðtal. Ég byrjaði á að hringja. Símastúlka sagðist gefa mér samband við ritara lögreglustjóra. Ekki svaraði ritarinn. Ég hringdi aftur, enginn árangur. Hringdi enn og bað um netfang lögreglustjóra. Neibbz, netfang ritara varð að duga. Sendi langan og ítarlegan póst. Fékk ekkert svar. Sendi kurteislega ítrekun. Engin svör. 
Eftir 9 tilraunir alls, símtöl og pósta (ferlið hófst fyrir rúmri viku) reynist lögreglustjóri svo vel varinn í eigin fílabeinsturni að það er ekki hægt að svara einni spurningu – ekki einu sinni með bréfi.

Kannski er svona mikið að gera hjá lögreglustjóra að sinna veikindavöktum undirmanna sinna, en hitt veit ég að á 25 ára ferli hef ég sjaldan kynnst slíku slugsi eða hreinlega hroka hjá embætti lögreglustjóra. Í gamla daga tók það okkur blaðamenn kannski 10 mínútur að fá viðtal við lögreglustjórann í Reykjavík frá því að melding var fyrst send.

Fjölmiðlamenn eiga að hafa aðgengi fyrir hönd almennings að toppum samfélagsins, einkum opinberra starfsmanna.  Er ekki lágmarkið að lögreglustjóri sem fulltrúi almennings sýni þá auðmýkt að tala við blaðamenn eða  svari þeim a.m.k. með einum pósti? Þetta minnir á önnur mál sem hún tengist þar sem hún ætlaði að svæla alla af sér með þögninni, líkt og Illugi reyndi það - með skelfilegum árangri...

ps: Ég er ekki hættur að reyna ná tali af lögreglustjóranum í Reykjavík...-"

Sendi Birni baráttukveðjur. 

P.S. Svo mikill er máttur Facebook að stuttu eftir birtingu pistil Björns kom svar! FB er ekki einungis birtingastaður skattaframtala, heldur skilaboðaskjóða fyrir illnáanlega embættismenn.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni