Flokkur

Viðskipti

Greinar

Seðlabanki Íslands flýtir rannsókn á útboðinu í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Seðla­banki Ís­lands flýt­ir rann­sókn á út­boð­inu í Ís­lands­banka

Banka­sýsla rík­is­ins setti fram gagn­rýni á sölu­með­ferð hluta­bréfa í Ís­lands­banka. Gagn­rýn­in beind­ist að þeim bönk­um og verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem seldu hluta­bréf­in þó eng­inn einn að­ili hefði ver­ið nefnd­ur. Tals­menn þess­ara fyr­ir­tækja kjósa að tjá sig ekki um hana ut­an einn, verð­bréfa­fyr­ir­tæk­ið Foss­ar mark­að­ir, sem und­ir­strik­ar að fé­lag­ið hafi fylgt lög­um og regl­um í út­boð­inu. Seðla­bank­inn seg­ist ætla að flýta rann­sókn­inni á út­boð­inu.
Actavis og ópíóðafaraldurinn: Eigandinn Björgólfur segist ekki „búa yfir upplýsingum“
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Acta­vis og ópíóðafar­ald­ur­inn: Eig­and­inn Björgólf­ur seg­ist ekki „búa yf­ir upp­lýs­ing­um“

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son, fjár­fest­ir og fyrr­um stærsti hlut­hafi og stjórn­ar­formað­ur Acta­vis, svar­ar ekki efn­is­lega spurn­ing­um um þatt­töku Acta­vis á ópíóða­mark­aðn­um í Banda­ríkj­un­um á ár­un­um 2006 til 2012. Á með­an Björgólf­ur Thor átti fé­lag­ið seldi það tæp­lega 1 af hverj­um 3 ópíóða­töfl­um sem seld­ar voru í Banda­ríkj­un­um, tekj­ur fé­lagains marg­föld­uð­ust og banda­rísk yf­ir­völd gagn­rýndu fé­lag­ið fyr­ir mark­aðs­setn­ingu á morfín­lyfj­um og báðu Acta­vis um að snar­minnka fram­leiðslu á þeim.
Róbert dregur úr ábyrgð sinni: Seldu hlutfallslega mest af ópíóðum þegar hann var forstjóri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Ró­bert dreg­ur úr ábyrgð sinni: Seldu hlut­falls­lega mest af ópíóð­um þeg­ar hann var for­stjóri

Fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis, Ró­bert Wessman, seg­ir að hann hafi ætíð haft það að leið­ar­ljósi sem lyfja­for­stjóri að bæta líf fólks. Hann vill meina að stefna Acta­vis í sölu á ópíóð­um í Banda­ríkj­un­um hafi breyst eft­ir að hann hætti hjá fé­lag­inu. Markaðs­hlut­deild Acta­vis á landsvísu í Banda­ríkj­un­um var hins veg­ar mest ár­ið 2007, 38.1 pró­sent á landsvísu, þeg­ar Ró­bert var enn for­stjóri fé­lags­ins.
Bankasýslan seldi verðbréfafyrirtækjum sjálfdæmi við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Banka­sýsl­an seldi verð­bréfa­fyr­ir­tækj­um sjálf­dæmi við sölu hluta­bréfa í Ís­lands­banka

For­stjóri Banka­sýslu rík­is­ins, Jón Gunn­ar Jóns­son, seg­ir að treysta þurfi bönk­um og verð­bréfa­bréfa­fyr­ir­tækj­um sem sjá um út­boð á hluta­bréf­um fyr­ir ís­lenska rík­ið. Fjár­máleft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands rann­sak­ar nú þá að­ila sem sáu um út­boð rík­is­ins. Út frá svör­um banka­sýsl­unn­ar er ljóst að bank­arn­ir og verð­bréfa­fyr­ir­tæk­in stýrðu því hverj­ir fengu að kaupa hluta­bréf rík­is­ins í Ís­lands­banka.
Fráfarandi forseti sveitarstjórnar Múlaþings gefur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyrir laxeldisfyrirtæki
ViðskiptiLaxeldi

Frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings gef­ur ekki upp hvort hann ætli að vinna fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki

Gauti Jó­hann­es­son, frá­far­andi for­seti sveit­ar­stjórn­ar Múla­þings á Aust­ur­landi, seg­ir að hann telji að hann þurfi ekki að gefa það upp, þó hann sé kjör­inn full­trúi, hvort hann ætli sér að hefja störf fyr­ir lax­eld­is­fyr­ir­tæki á Aust­ur­landi. Gauti var með­al ann­ars í við­tali í Spegl­in­um á RÚV á þriðju­dag­inn þar sem hann ræddi lax­eldi og skipu­lags­mál og þá kröfu Múla­þings að fá óskor­að vald til að skipu­leggja sjókvía­eldi í fjörð­um sveit­ar­fé­lags­ins.
Einn kaupandi með sögu strax búinn að græða 100 milljónir á kaupunum í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Einn kaup­andi með sögu strax bú­inn að græða 100 millj­ón­ir á kaup­un­um í Ís­lands­banka

Út­gerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir varð þekkt­ur þeg­ar hann fékk að kaupa í Glitni með 20 millj­arða króna láni frá sama banka. Fé­lag kennt við hann var eitt þeirra sem voru val­in til að kaupa í út­boði á hlut­um rík­is­ins og hef­ur strax grætt 100 millj­ón­ir króna á kaup­un­um, rúm­um tveim­ur vik­um seinna.
Þetta þurfa hluthafar að gera til að fá upplýsingar um leynda eigendur Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Þetta þurfa hlut­haf­ar að gera til að fá upp­lýs­ing­ar um leynda eig­end­ur Ís­lands­banka

Flest bend­ir til að hlut­hafalisti Ís­lands­banka verði ekki birt­ur eft­ir op­in­ber­um leið­um. Ís­lands­banki seg­ir að birt­ing list­ans brjóti gegn lög­um. Þar af leið­andi mun hið op­in­bera ekki vera milli­lið­ur í því að greint verði frá því hvaða að­il­ar keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í síð­ustu viku. Út­boð­ið hef­ur ver­ið harð­lega gagn­rýnt, með­al ann­ars af Kristrúnu Frosta­dótt­ur, þing­konu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Banka­sýsla Ís­lands birti skýrslu um út­boð­ið í morg­un þar sem fram kem­ur að 140 óþekkt­ir einka­fjár­fest­ar hafi keypt 30 pró­sent bréf­anna í út­boð­inu.
Kristrún segir brýnt að upplýsa hverjir fengu að kaupa í Íslandsbanka
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Kristrún seg­ir brýnt að upp­lýsa hverj­ir fengu að kaupa í Ís­lands­banka

Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spyr að því hvaða litlu að­il­ar það voru sem fengu að kaupa hluta­bréf í Ís­lands­banka í ný­af­stöðnu hluta­fjárút­boði bank­ans. Öf­ugt við út­boð­ið sem fór fram á bréf­um Ís­lands­banka síð­ast­lið­ið sum­ar, þar sem all­ir gátu keypt fyr­ir ákveðna upp­hæð, voru 430 fjár­fest­ar vald­ir til að taka þátt í þessu út­boði.

Mest lesið undanfarið ár