Flokkur

Stjórnmál

Greinar

Norskt fjárfestingarfélag seldi í Arnarlaxi fyrir 1.800 milljónir: Hlutabréfin hafa tífaldast í verði
FréttirLaxeldi

Norskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag seldi í Arn­ar­laxi fyr­ir 1.800 millj­ón­ir: Hluta­bréf­in hafa tí­fald­ast í verði

Stærsti hlut­hafi Arn­ar­lax á Bíldu­dal greindi frá því í morg­un að hluta­fjáraukn­ing í fé­lag­inu hefði geng­ið von­um fram­ar. Norskt fjár­fest­ing­ar­fé­lag seldi sig út úr fyr­ir­tæk­inu með mikl­um hagn­aði. Svo virð­ist sem sama sag­an sé að end­ur­taka sig á Ís­landi og í Nor­egi á sín­um tíma þar sem ís­lenska rík­ið átt­ar sig ekki á mark­aðsvirði lax­eld­is­leyfa og gef­ur þessi gæði sem svo ganga kaup­um og söl­um fyr­ir met­fé.
Sjávarútvegsráðherra Namibíu: Samherjamálið ástæðan fyrir að uppboð á kvóta frestaðist
GreiningSamherjaskjölin

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu: Sam­herja­mál­ið ástæð­an fyr­ir að upp­boð á kvóta frest­að­ist

Skip­stjóri Sam­herja, Páll Stein­gríms­son, seg­ir að Rík­is­út­varp­ið beri ábyrgð á því að vel­ferð­ar­þjón­usta í Namib­íu er fjár­svelt. Ástæð­an er um­fjöll­un um mútu­greiðsl­ur Sam­herja í land­inu sem leitt hafi til nýs fyr­ir­komu­lags í út­hlut­un afla­heim­ilda sem ekki hafi geng­ið vel. Al­bert Kaw­ana sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra seg­ir að hann vilji forð­ast spill­ingu eins og þá í Sam­herja­mál­inu í lengstu lög.
Kínverski listinn: Utanríkisráðuneytið segir gagnasöfnunina stangast á við siðferði og lög
GreiningKínverski leynilistinn

Kín­verski list­inn: Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir gagna­söfn­un­ina stang­ast á við sið­ferði og lög

Sænsk­ur sér­fræð­ing­ur um Kína tel­ur að nafna­list­inn með 2,5 millj­ón­um manna, þar af 4.000 Ís­lend­ing­um, sé til marks um breytta ut­an­rík­i­s­tefnu Kína og auk­inn áhuga á öðr­um ríkj­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið seg­ir að sam­bæri­leg­um upp­lýs­ing­um um starfs­menn þess hafi ekki áð­ur ver­ið safn­að sam­an svo vit­að sé.

Mest lesið undanfarið ár