Starfsemi útgerðarinnar Samherja teygir sig um allan heim. Þegar hún er skoðuð kemur í ljós að víðast hvar má finna lykilstarfsmenn með sterk pólitísk tengsl; allt frá Íslandi til Færeyja og niður til Afríku.
FréttirSamherjaskjölin
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
„Það þarf að loka netfanginu hans og endurstilla lykilorðið á dropbox reikningnum til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, í skilaboðum til Örnu McClure, innanhúslögfræðings útgerðarinnar, og Aðalsteins Helgasonar lykilstarfsmanns. Jón Óttar Ólafsson rekur nákvæmlega hvernig hann braust inn á Dropbox uppljóstrarans í Namibíumálinu í yfirlýsingu sinni til dómstóla.
FréttirSamherjaskjölin
Yfirvöld í Namibíu halda áfram að reyna að fá þrjá Samherjamenn framselda
Yfirvöld í Namibíu segjast eiga í nánum samskiptum við íslensk yfirvöld um að fá þrjá Samherjamenn framseld. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur verið skýrt með að enginn Íslendingur verði framseldur til Namibíu. Yfiirvöld í Namibíu vilja mögulega að réttað verði yfir Samherjamönnum á Íslandi gangi framsal ekki eftir.
Fréttir
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ekki ætla að svara um efni afsökunarbeiðni sem fyrirtæki hans birti óundirritaða á vefsíðu sinni um helgina. Stundin beindi til hans sömu spurningu og lögmaður fyrirtækisins hafði krafið Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra svara um nokkrum vikum fyrr. Í afsökunarbeiðninni er fullyrt að umfjöllun hafi verið „einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum“.
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja
Gengst við samskiptum við Pál
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segist hafa verið í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja og einn meðlima „skæruliðadeildar“ fyrirtækisins. Ráðherrann svaraði ekki spurningum Stundarinnar um samskiptin þegar greint var frá þeim á þriðjudag.
FréttirSamherjaskjölin
Framkvæmdastjóri SFS svarar ekki spurningum um áhrif Samherjamálsins í Namibíu
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, hefur ekki viljað svara spurningum um áhrif Samherjamálsins í Namibíu á íslenskan sjávarútveg og stöðu útgerðarinnar innnan SFS.
ÚttektSamherjaskjölin
Stórútgerðirnar segjast standa með Samherja: „Ég held að þetta mál sé tiltölulega óþekkt“
Framkvæmdastjórar íslenskra stórútgerða segja að Namibíumál Samherja hafi ekki haft nein áhrif á önnur íslensk sjávarútvegsfyrirtæki og sölu- og markaðsstarf þeirra erlendis. Stór hluti framkvæmdastjóranna velur hins vegar að tjá sig ekki um málið og hluti þeirra svarar ekki erindum um málið.
FréttirSamherjaskjölin
Samherjamálið í DNB: Bankinn horfði framhjá 80 prósent af vísbendingum um brot á lögum um varnir gegn peningaþvætti
Sektargreiðslan sem DNB-bankinn út af rannsókninni á peningaþvættisvörnum sem hófst eftir Samherjamálið er sú hæsta í sögu Noregs. Sektin er hins vegar einungis 1/30 hluti af sektinni sem Danske Bank greiddi fyrir að stöðva ekki peningaþvætti í gegnum bankann.
Fréttir
Namibískir blaðamenn fordæma árásir Samherja á íslenskt fjölmiðlafólk
Samtök blaðamanna í Namibíu, NAMPU, skora á útgerðarfyrirtækið Samherja að láta af áreitni sinni í garð fréttamanna sem fjallað hafa um Namibíumálið. NAMPU hvetja einnig blaðamenn um allan heim til að bjóða fram aðstoð sína.
FréttirSamherjaskjölin
Norska fjármálaeftirlitið „húðflettir“ DNB-bankann út af Samherjamálinu í Namibíu: Greiðir sex milljarða í sekt
DNB bankinn þarf að greiða bætur upp á 6 milljarða fyrir að fylgja ekki regluverki um varnir gegn peningaþvætti í Samherjamálinu. Bankinn sagði upp öll viðskiptum við Samherja eftir að málið kom upp í árslok 2019.
Fréttir
Seðlabankastjóri gagnrýnir Samherja fyrir árásir á starfsmenn bankans: „Ég er mjög ósáttur”
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er ósáttur við hvernig útgerðarfélagið Samherji hefur ráðist að starfsfólki bankans með meðal annars kærum til lögreglu. Hann kallar eftir því að Alþingi setji lög til að koma í fyrir veg slíkar atlögur að opinberum starfsmönnum.
FréttirSamherjaskjölin
Ákæruvaldið í Namibíu vill fá tvo Samherjamenn framselda
Ákæruvaldið í Namibíu sagðist fyrir dómi í morgun vinna að því að fá Aðalstein Helgason og Egil Helga Árnason framselda til Namibíu. Embætti ríkissaksóknara á Íslandi hefur hins vegar sagt að Ísland framselji ekki ríkisborgara sína til Namibíu. Réttarhöldunum yfir sakborningunum í Samherjamálinu hefur verið frestað til 20. maí.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Viðtal
6
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.