Aðili

Jóhannes Stefánsson

Greinar

Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir Sam­herja hafa reynt að stöðva fræði­lega um­fjöll­un um Namib­íu­mál­ið

Petter Gottschalk er norsk­ur pró­fess­or í við­skipta­fræði sem gerði ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá rann­sókn­ar­skýrslu lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu. Sam­herji lof­aði að birta skýrsl­una op­in­ber­lega og kynna hana fyr­ir embætti hér­aðssak­sókn­ara en stóð ekki við það.
KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
FréttirNý Samherjaskjöl

KP­MG breytti skýrslu um völd Þor­steins Más vegna „óánægju“ hans

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG breytti skýrslu sinni um stjórn­end­astrúkt­úr Sam­herja­sam­stæð­unn­ar eft­ir að Þor­steinn Már Bald­vins­son lýsti yf­ir óánægju með drög að skýrsl­unni. Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur yf­ir­heyrt starfs­mann KP­MG, sem sá um skýrslu­gerð­ina, sem vitni og er ljóst að ákæru­vald­ið hef­ur mik­inn áhuga á vald­sviði Þor­steins Más inn­an Sam­herja.
Afhjúpandi tölvupóstar um mútur í Samherjamálinu: ,,Honum hefur verið greitt, beint að utan"
FréttirSamherjaskjölin

Af­hjúp­andi tölvu­póst­ar um mút­ur í Sam­herja­mál­inu: ,,Hon­um hef­ur ver­ið greitt, beint að ut­an"

Tölvu­póst­ar milli starfs­manna Sam­herja, sem ekki hafa kom­ið fram áð­ur, sýna hvernig Að­al­steinn Helga­son stakk upp á því að ráða­mönn­um í Namib­íu yrði mútað í lok árs 2011. Póst­arn­ir sýna með­al ann­ars að Jó­hann­es Stef­áns­son get­ur ekki hafa ver­ið einn um að ákveða að greiða ráða­mönn­un­um mút­ur.
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
FréttirSamherjaskjölin

Töl­uðu sig sam­an um að taka yf­ir Drop­box Jó­hann­es­ar

„Það þarf að loka net­fang­inu hans og end­urstilla lyk­il­orð­ið á drop­box reikn­ingn­um til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, í skila­boð­um til Örnu McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings út­gerð­ar­inn­ar, og Að­al­steins Helga­son­ar lyk­il­starfs­manns. Jón Ótt­ar Ólafs­son rek­ur ná­kvæm­lega hvernig hann braust inn á Drop­box upp­ljóstr­ar­ans í Namib­íu­mál­inu í yf­ir­lýs­ingu sinni til dóm­stóla.
Hvernig Jónshús í Kaupmannahöfn tengist rannsókn Samherjamálsins í Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Hvernig Jóns­hús í Kaup­manna­höfn teng­ist rann­sókn Sam­herja­máls­ins í Namib­íu

Um­fjöll­un fær­eyska rík­is­sjón­varps­ins um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu hef­ur hjálp­að til við að varpa ljósi á af hverju út­gerð­ar­fé­lag­ið stofn­aði danskt fé­lag, stað­sett í Jóns­húsi, ár­ið 2016. Í stað danska fé­lags­ins var sam­nefnt fær­eyskt fé­lag not­að til að greiða ís­lensk­um starfs­mönn­um Sam­herja í Namib­íu laun og er þetta nú til rann­sókn­ar í Fær­eyj­um.
Þrjátíu ára stuðningur Kristjáns Þórs við hagsmuni Samherja
Nærmynd

Þrjá­tíu ára stuðn­ing­ur Kristjáns Þórs við hags­muni Sam­herja

Kristján Þór Júlí­us­son, nú­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Dal­vík, Ísa­firði og Ak­ur­eyri, hef­ur í 30 ár ver­ið sagð­ur hygla út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja. Á síð­ast­liðn­um ára­tug­um hef­ur Kristján Þór ver­ið stjórn­ar­formað­ur Sam­herja, unn­ið fyr­ir út­gerð­ina sem sjómað­ur, um­geng­ist Þor­stein Má Bald­vins­son við mý­mörg til­felli, ver­ið við­stadd­ur sam­kom­ur hjá út­gerð­inni, auk þess sem eig­in­kona hans hann­aði merki fyr­ir­tæk­is­ins.
Svona þvættuðu Namibíumennirnir peningana frá Samherja
RannsóknSamherjaskjölin

Svona þvætt­uðu Namib­íu­menn­irn­ir pen­ing­ana frá Sam­herja

Mynd­in er að skýr­ast í mútu­máli Sam­herja í Namib­íu. Sacky Shangala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, lét und­ir­mann sinn í ráðu­neyt­inu þvætta pen­inga sem hann og við­skipta­fé­lag­ar hans fengu frá Sam­herja. Í grein­ar­gerð rík­is­sak­sókn­ar­ans í Namib­íu er upp­taln­ing á þeim fé­lög­um og að­ferð­um sem Namib­íu­menn­irn­ir beittu til að hylja slóð mútu­greiðsln­anna frá Sam­herja.
Gögn frá Samherja sýna hver stýrði Kýpurfélaginu sem greiddi fé til Dubai
FréttirSamherjaskjölin

Gögn frá Sam­herja sýna hver stýrði Kýp­ur­fé­lag­inu sem greiddi fé til Dubai

Gögn inn­an úr Sam­herja sýna að Jó­hann­es Stef­áns­son kom hvergi að rekstri Esju Sea­food á Kýp­ur. Þetta fé­lag greiddi hálf­an millj­arð í mút­ur til Dubai. Ingvar Júlí­us­son stýrði fé­lag­inu með sér­stöku um­boði og Bald­vin Þor­steins­son, son­ur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, kom og kem­ur einnig að rekstri Esju.
Samherji stillir Namibíumálinu upp sem „ásökunum“ Jóhannesar
GreiningSamherjaskjölin

Sam­herji still­ir Namib­íu­mál­inu upp sem „ásök­un­um“ Jó­hann­es­ar

Sam­herji seg­ir í árs­reikn­ingi sín­um að Namib­íu­mál­ið byggi á „ásök­un­um“ Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar. Fjöl­þætt gögn eru hins veg­ar und­ir í mál­inu og byggja rann­sókn­ir ákæru­valds­ins í Namib­íu og á Ís­landi á þeim. Sam­herji seg­ir ekki í árs­reikn­ingi sín­um að Wik­borg Rein hafi hreins­að fé­lag­ið af þess­um „ásök­un­um“.
Samherji birti sjálfur myndir af starfsmönnum Seðlabankans
Fréttir

Sam­herji birti sjálf­ur mynd­ir af starfs­mönn­um Seðla­bank­ans

For­stjóri Sam­herja, Þor­steinn Már Bald­vins­son, seg­ir RÚV hafa beitt „sið­laus­um vinnu­brögð­um“ með því að nafn­greina og mynd­birta starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins sem hafa rétt­ar­stöðu sak­born­inga í Sam­herja­mál­inu. Sam­herji birti ekki að­eins mynd­ir af starfs­mön­um Seðla­bank­ans held­ur einnig kenni­töl­ur þeirra og heim­il­is­fang. Sam­herji kall­ar mynd­birt­ing­ar RÚV ,,hefndarað­gerð”.

Mest lesið undanfarið ár