Flokkur

Innlent

Greinar

Kaupfélagið fékk makrílkvóta vegna reglugerðar Jóns og á útgerð sem krefst skaðabóta út af sömu reglugerð
FréttirMakríldómsmál

Kaup­fé­lag­ið fékk mak­ríl­kvóta vegna reglu­gerð­ar Jóns og á út­gerð sem krefst skaða­bóta út af sömu reglu­gerð

Út­gerð­ar­arm­ur Kaup­fé­lags Skag­firð­inga á Sauð­ár­króki, FISK Sea­food, er ann­ar stærsti hlut­hafi Vinnslu­stöðvairnn­ar sem vill skaða­bæt­ur frá ís­lenska rík­inu út af út­hlut­un á mak­ríl­kvót­um 2011 til 2018. Út­gerð­ar­fé­lag Kaup­fé­lags­ins hóf sjálft mak­ríl­veið­ar á grund­velli reglu­gerð­anna sem Vinnslu­stöð­in vill fá skaða­bæt­ur út af.
Sjálfsaginn stærsta áskorunin
MyndirCovid-19

Sjálf­sag­inn stærsta áskor­un­in

Sam­komu­bann og til­heyr­andi tak­mörk­un á íþrótt­a­starfi hef­ur sett strik í reikn­ing­inn hjá ungu íþrótta­fólki, sem margt hvert er vant að mæta á lang­ar íþróttaæf­ing­ar dag­lega, eða jafn­vel oft­ar. Íþrótta­fólk­ið sem hér deil­ir sög­um sín­um er hins veg­ar upp til hópa metn­að­ar­fullt og hug­mynda­ríkt og á það sam­eig­in­legt hvað með öðru að hafa beitt ýms­um brögð­um til að halda áhug­an­um lif­andi, lík­am­an­um í formi og hug­an­um sterk­um með­an á sam­komu­bann­inu stend­ur.
Bylting er að eiga sér stað í heilbrigðisþjónustu
FréttirCovid-19

Bylt­ing er að eiga sér stað í heil­brigð­is­þjón­ustu

Eft­ir að COVID-19 far­ald­ur­inn kom upp hef­ur notk­un á ra­f­rænni heil­brigð­is­þjón­ustu auk­ist mik­ið. Ingi Stein­ar Inga­son, teym­is­stjóri ra­f­rænna heil­brigð­is­lausna hjá Embætti land­lækn­is, seg­ist vart geta hugs­að þá hugs­un til enda hversu mik­ið álag væri nú á heil­brigðis­kerf­inu, nyti net­lausna ekki við. Ljóst sé að þess­ar breyt­ing­ar séu að mörgu leyti komn­ar til að vera. Það hef­ur orð­ið bylt­ing og við er­um kom­in á nýj­an stað í heil­brigð­is­þjón­ust­unni.
Hér eru næstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar
FréttirCovid-19

Hér eru næstu að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Með­al að­gerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar í að­gerðapakka tvö eru: Frí­stunda­styrk­ur til tekju­lágra for­eldra, álags­greiðsl­ur til heil­brigð­is­starfs­fólks, stuðn­ingslán til lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, lok­un­ar­styrk­ir til fyr­ir­tækja, átak gegn of­beldi, sumar­úr­ræði fyr­ir náms­menn, ný­sköp­un og mark­aðs­setn­ing í mat­væla­fram­leiðslu og hærra hlut­fall end­ur­greiðslu vegna rann­sókn­ar og þró­un­ar.
Fór með hjartað í buxunum á fund átrúnaðargoðsins
Viðtal

Fór með hjart­að í bux­un­um á fund átrún­að­ar­goðs­ins

Fyr­ir nokkr­um mán­uð­um, þeg­ar Þóri Snæ Sig­urð­ar­syni áskotn­að­ist allra fyrsta hljóm­plat­an sem Ragn­ar Bjarna­son söng inn á, lét hann slag standa og hringdi í átrún­að­ar­goð sitt í þeirri von að fá árit­un. Raggi tók vel á móti Þóri á heim­ili sínu, árit­aði plöt­una, sagði hon­um bransa­sög­ur og kvaddi að lok­um með orð­un­um: „Gangi þér vel, elsk­an!“
Svona er kjarasamningur hjúkrunarfræðinga: Minni taxtahækkun en hjá þingmönnum
Fréttir

Svona er kjara­samn­ing­ur hjúkr­un­ar­fræð­inga: Minni taxta­hækk­un en hjá þing­mönn­um

Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar hafa ver­ið beðn­ir að ræða ekki efni kjara­samn­ings Fé­lags ís­lenskra hjúkr­un­ar­fræð­inga við fjár­mála­ráðu­neyt­ið. Taxta­laun hjúkr­un­ar­fræð­inga hækka minna á fjög­urra ára tíma­bili en ný­lega hækk­uð laun þing­manna. Or­lof nýrra hjúkr­un­ar­fræð­inga er hins veg­ar lengt og vakta­álag næt­ur- og há­tíð­ar­vinnu verð­ur hækk­að. Sum­ir ótt­ast að lækka í laun­um vegna samn­ings­ins.
Hlutabótalögin voru samin í samráði við SA sem ráðlögðu svo fyrirtækjum að nýta sér óskýrleika þeirra
GreiningHlutabótaleiðin

Hluta­bóta­lög­in voru sam­in í sam­ráði við SA sem ráð­lögðu svo fyr­ir­tækj­um að nýta sér óskýr­leika þeirra

„Mér datt ekki í hug að ein­hver héldi að hann gæti sett starfs­fólk á hluta­bæt­ur en svo sagt við­kom­andi starfs­manni upp störf­um,“ seg­ir for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar í sam­tali við Stund­ina. Fyr­ir­tæki hafa reynt að nota lög­in til að spara sér kostn­að af því að segja upp starfs­fólki.
Misnotkun á hlutabótaleiðinni: „Það sem ég óttast er að starfsfólk sætti sig bara við þetta“
FréttirHlutabótaleiðin

Mis­notk­un á hluta­bóta­leið­inni: „Það sem ég ótt­ast er að starfs­fólk sætti sig bara við þetta“

Unn­ur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, seg­ir að stofn­un­in hafi feng­ið ábend­ing­ar um að minnsta kosti þrenns kon­ar mis­notk­un á hluta­bóta­leið­inni. Hing­að til hef­ur hið op­in­bera ekki sett auk­ið fjár­magn í eft­ir­lit með slíkri mis­notk­un. Í Sví­þjóð vinna 100 skatta­sér­fræð­ing­ar við eft­ir­lit með hluta­bóta­leið­inni.

Mest lesið undanfarið ár