Flokkur

Barnavernd

Greinar

Rannsókn á starfsemi meðferðarheimilisins Laugalands ekki í forgangi og langt í niðurstöðu
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Rann­sókn á starf­semi með­ferð­ar­heim­il­is­ins Lauga­lands ekki í for­gangi og langt í nið­ur­stöðu

Rann­sókn á því hvort stúlk­ur hafi ver­ið beitt­ar illri með­ferð og of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu er enn á und­ir­bún­ings­stigi hjá Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar. Vinna á rann­sókn­ina með­fram dag­leg­um verk­efn­um „og því ljóst að nið­ur­staðna er ekki að vænta á næst­unni,“ seg­ir í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar.
Rannsókn á meðferðarheimilinu Laugalandi ekki enn hafin
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Rann­sókn á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi ekki enn haf­in

Mán­uð­ur er lið­inn síð­an Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar fé­lags­þjón­ustu og barna­vernd­ar var fal­ið að rann­saka hvort stúlk­ur á Laugalandi hefðu ver­ið beitt­ar harð­ræði eða of­beldi. Sett­ur for­stjóri hef­ur ekki svar­að spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar og for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu vill ekki veita við­tal.
Forstjóri Barnaverndarstofu beitti sér hart til varnar Ingjaldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu beitti sér hart til varn­ar Ingj­aldi

Bragi Guð­brands­son, þá­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, lagð­ist þungt á rit­stjóra og blaða­mann DV vegna um­fjöll­un­ar um meint of­beldi af hálfu Ingj­alds Arn­þórs­son­ar, þá­ver­andi for­stöðu­manns með­ferð­ar­heim­il­is­ins á Laugalandi. Þá beitti Bragi sér fyr­ir því að fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið kann­aði ekki ásak­an­ir á hend­ur Ingj­aldi og mælti með að ráð­herra tjáði sig ekki um mál­ið.
Ingjaldur játaði að hafa beitt stúlku á Laugalandi ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Ingj­ald­ur ját­aði að hafa beitt stúlku á Laugalandi of­beldi

Ingj­ald­ur Arn­þórs­son, for­stöðu­mað­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins Lauga­lands, reif í og hrinti stúlku sem gekk „ögr­andi skref­um“ fram­hjá hon­um. At­vik­ið hafði eng­ar af­leið­ing­ar, stúlk­an var ekki beð­in af­sök­un­ar og var vist­uð áfram á Laugalandi. Starfs­menn barna­vernd­ar­nefnda og fag­teymi BUGL kvört­uðu yf­ir Ingj­aldi.
Bragi beitti sér gegn því að ráðuneytið kannaði ábendingar um ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Bragi beitti sér gegn því að ráðu­neyt­ið kann­aði ábend­ing­ar um of­beldi

Fyrr­ver­andi for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, Bragi Guð­brands­son, hvatti fé­lags­mála­ráð­herra til að gera sem minnst úr ásök­un­um á hend­ur for­stöðu­manni með­ferð­ar­heim­il­is­ins Lauga­lands, Ingj­aldi Arn­þór­syni, við fjöl­miðla. Þá lagð­ist hann einnig gegn því að fé­lags­mála­ráðu­neyt­ið afl­aði gagna um mál­ið.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Ítrekaðar upplýsingar bárust um illa meðferð á Laugalandi en Barnaverndarstofa brást ekki við
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Ít­rek­að­ar upp­lýs­ing­ar bár­ust um illa með­ferð á Laugalandi en Barna­vernd­ar­stofa brást ekki við

Gögn frá um­boðs­manni barna sýna að þang­að bár­ust ít­rek­að­ar til­kynn­ing­ar á ár­un­um 2000 til 2010 um slæm­ar að­stæð­ur barna á vistheim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi, sem rek­ið var af sömu að­il­um. Var Barna­vernd­ar­stofu gert við­vart vegna þess. Fleiri kvart­an­ir bár­ust beint til Barna­vernd­ar­stofu, en þá­ver­andi for­stjóri, Bragi Guð­brands­son, kann­að­ist ekk­ert við mál­ið þeg­ar leit­að var svara við því af hverju ekki var brugð­ist við og starf­sem­in aldrei rann­sök­uð.
Heyrðist ekki í henni?
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Heyrð­ist ekki í henni?

Skýr af­staða var tek­in þeg­ar fyrstu frá­sagn­ir bár­ust af harð­ræði á vistheim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu lýsti fullu trausti á hend­ur með­ferð­ar­full­trú­an­um. Eft­ir sat stelpa furðu lost­in, en hún lýs­ir því hvernig hún hafði áð­ur, þá sautján ára göm­ul, safn­að kjarki til að fara á fund for­stjór­ans og greina frá slæmri reynslu af vistheim­il­inu.

Mest lesið undanfarið ár