Fréttamál

Alþingiskosningar 2024

Greinar

Viðreisn tekur stórt stökk í mælingu Prósents
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Við­reisn tek­ur stórt stökk í mæl­ingu Pró­sents

Ný mæl­ing á fylgi flokka frá Pró­sent sýn­ir Við­reisn taka stökk al­veg upp að hæl­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en báð­ir flokk­ar mæl­ast nú með yf­ir 21 pró­sents fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mæl­ist með 12 pró­sent fylgi í þess­ari nýju könn­un sem er versta mæl­ing sem flokk­ur­inn hef­ur feng­ið nokkru sinni. Hvorki Pírat­ar né Vinstri græn mæl­ast með yf­ir fimm pró­senta fylgi á landsvísu.
Kosningarnar eru ástæða þess að áfram verður hægt að nýta séreign skattfrjálst
FréttirAlþingiskosningar 2024

Kosn­ing­arn­ar eru ástæða þess að áfram verð­ur hægt að nýta sér­eign skatt­frjálst

Fjár­mála­ráð­herra seg­ir að núna nokkr­um vik­um fyr­ir kosn­ing­ar sé erfitt fyr­ir starf­andi rík­is­stjórn og þing­ið að taka um­deild­ar ákvarð­an­ir, jafn­vel þó þær yrðu til góða fyr­ir land og þjóð. Það er ástæð­an fyr­ir því að ver­ið er að fram­lengja al­menna heim­ild til skatt­frjálsr­ar nýt­ing­ar sér­eign­ar­sparn­að­ar núna á loka­metr­um þings­ins. „Ég ætla ekk­ert að setj­ast í það dóm­ara­sæti,“ seg­ir Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son spurð­ur hvort hon­um þyki óá­byrgt af flokk­um að hafa sett mál­ið á dag­skrá í kosn­inga­bar­átt­unni.
„Kvenfrelsismál eru líka heilbrigðismál“
ViðtalFormannaviðtöl

„Kven­frels­is­mál eru líka heil­brigð­is­mál“

Staða Vinstri grænna er þung. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur Vinstri grænna, ger­ir sér grein fyr­ir því að það sé á bratt­ann að sækja en seg­ir mik­inn þrótt og kraft í flokks­fólki. Hún sak­ar Bjarna Bene­dikts­son um trún­að­ar­brest í að­drag­anda stjórn­arslita sem olli því að Vinstri græn gátu ekki hugs­að sér að taka þátt í starfs­stjórn. Það sé full­gild spurn­ing hvort það hafi ver­ið of dýru verði keypt að vera í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokkn­um.
Sigmundur Davíð lýsti ánægju með orð Kristrúnar
GreiningAlþingiskosningar 2024

Sig­mund­ur Dav­íð lýsti ánægju með orð Kristrún­ar

Ei­rík­ur Berg­mann, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, seg­ir að Sam­fylk­ing­in hafi breytt um stefnu í mál­efn­um um­sækj­enda um al­þjóð­lega vernd. At­hyl­is­vert sé að Sam­fylk­ing­in hafi ekki al­far­ið hafn­að sam­an­burð­in­um við jafn­að­ar­menn í Dan­mörku, þótt stefn­an sem þar sé rek­in sé mun harð­ari en hér á landi.
Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast
GreiningAlþingiskosningar 2024

Yf­ir 40% stuðn­ings­manna Mið­flokks­ins kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn síð­ast

Könn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Maskína hef­ur op­in­ber­að nið­ur­stöð­ur sem gefa nýja inn­sýn í það hvernig kjör­fylg­ið frá 2021 dreif­ist á flokka nú. Fylg­ið sem skóp kosn­inga­sig­ur Fram­sókn­ar ár­ið 2021 virð­ist hafa tvístr­ast í all­ar átt­ir og helm­ing­ur kjós­enda Pírata hyggst nú kjósa Sam­fylk­ingu eða Við­reisn. Einn af hverj­um fjór­um kjós­end­um Sjálf­stæð­is­flokks ár­ið 2021 gef­ur sig upp á Mið­flokk­inn, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um Maskínu.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið undanfarið ár