Nýtt efni

Hvar er friðarverðlaunahafinn?
Eftir aflýstan blaðamannafund vakna spurningar um hvar María Corina Machado, friðarverðlaunahafi Nóbels, er stödd. Hún er sökuð um „samsæri, hvatningu til haturs og hryðjuverk“ af einræðisstjórninni í Venesúela.

„Kemur að því að það er ekki lengur lýðræði“
Bandaríkjaforseti gagnrýnir Evrópu og segir úkraínsk stjórnvöld „nota stríðið“.

Útgerðarfólk komið með meirihluta í Domino's
Eigendur Lýsis, sem selja nú fyrirtækið til útgerðarfélagsins Brims fyrir 30 milljarða króna, hafa eignast fjórðungshlut í Domino's. Eigendur Brims og Ísfélagsins munu eiga pizzukeðjuna ásamt Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Glitnis.

Svona ætla Ástralir að banna börnum að nota samfélagsmiðla
Ástralía mun banna unglingum undir sextán ára aldri að nota samfélagsmiðla frá og með miðnætti í kvöld. Þetta er fyrsta slíka aðgerð í heiminum sem miðar að því að losa börn úr viðjum ávanabindandi skruns á miðlum á borð við Facebook, Instagram og TikTok.

Sakar Össur um „mannfyrirlitningu“
Formaður Vinstri grænna segir að nýleg ummæli Össurs Skarphéðinssonar um flokkinn séu „skepnuskapur í eigin þágu“. Með þeim reyni hann að beina athyglinni frá vandræðum ríkisstjórnarinnar.

„Húsin eru ekki tveggja hæða“
Hús við Skaftafell sem áttu að vera ein hæð, samkvæmt skilmálum deiliskipulags, máttu síðar verða tvær hæðir. Bæjarstjóri segir að „ekki var um að ræða hækkun húsa um heila hæð“.

Ungur maður látinn eftir bílslys við Mosfellsbæ
Bíll fór yfir á rangan vegarhelming á Vesturlandsvegi.

Moldríkur trumpisti orðinn forsætisráðherra Tékklands
Evrópusambandið hefur „sín takmörk“, segir í stjórnarsáttmála. Ráðherraefni rannsakað fyrir nauðgun.

Þú veist aldrei hvað nágranni þinn gengur í gegnum
Heilsa skal nágranna sínum nánast án undantekninga, segir sáttamiðlari með sérhæfingu í nágrannaerjum. Ef illa fer og fólk situr undir svívirðingum, yfirgangi, ógnandi hegðun og jafnvel líkamsmeiðingum er mikilvægt að sækja hjálp. „Friðurinn er besti vinur okkar,“ segir hann.

Segir Stefán geta bjargað Vinstri grænum
Össur Skarphéðinsson veitir utanþings vinstri flokki ráðgjöf.

Evrópuleiðtogar standa með Zelensky gegn Trump
Línur skerpast milli Bandaríkjanna og Evrópu þar sem Evrópuleiðtogar standa með Úkraínuforseta. Vopnahlé verði að vera „réttlátt og varanlegt,“ segir Keir Starmer.

„Evrópa stefnir í óefni“
Donald Trump Bandaríkjaforseti er ósáttur við „viðbjóðslega“ sekt á fyrirtæki Elons Musk, X. Leiðtogar Evrópu taka afstöðu með Úkraínuforseta gegn Bandaríkjunum.

Anna María Ágústsdóttir
Heilbrigður jarðvegur fyrir heilbrigðar borgir og heilsuna okkar
Alþjóðlegi jarðvegsdagurinn 2025 er ákall til aðgerða. Hann hvetur stjórnmálamenn, vísindamenn, leiðtoga, samfélag og borgara alls staðar að endurhugsa þéttbýlisrými með tilliti til heilbrigði jarðvegsins.

Heimur samfélagsmiðlasvindla: „Það er ekki á minni ábyrgð að þau gerðu mistök“
Heimildaþættir DR afhjúpa hvernig áhrifavaldar selja dýr námskeið og draumalíf á samfélagsmiðlum. Þættirnir sýna hvernig ungt fólk verður skotmark og hvernig gróðinn byggir á stöðugri innkomu nýrra meðlima.

Athugasemdir