Nýtt efni

Tekjur dragast saman og tapið eykst hjá Sýn
Sýn skilaði tapi upp á 344 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Það er meira en fyrirtækið gerði á sama tíma á síðasta ári.

Framlengdu gæsluvarðhald vegna almannahagsmuna
Kona sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti föður hennar verður ekki sleppt í bili. Dómari féllst á kröfu lögreglu um að framlengja varðhaldið um fjórar vikur.

Hulduverur, safnastarf og köldu ljósin Hafnafirði
Gestur þáttarins er Svanhvít Tryggvadóttir þjóðfræðingur sem starfar um þessar mundir á Byggðasafni Hafnarfjarðar. Svanhvít lýsir leið sinni í þjóðfræðina og segir frá BA ritgerð sinni þar sem hún rannsakaði sagnaheim Vestur Íslendinga, hvaða þjóðtrúarverur fluttust yfir hafið og hvernig þeim vegnaði á nýjum stað.

Hungrað fólk berst við að fá matargjafir
„Sveltistríðið“ á Gasasvæðinu heldur áfram. Ísraelskir ráðherrar boða þjóðflutninga Palestínumanna.

Spurði hvort ráðherrar í ríkisstjórninni væru undanskildir lögum
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir skipan Ingu Sæland í stjórn HMS og spyr hvort pólitík sé næg málefnaleg ástæða til að víkja frá jafnréttislögum.

Kardínálar streyma í Vatíkanið fyrir páfakjör
Kardínálar flytja nú inn í Vatíkanið fyrir leynilegt páfakjör sem hefst miðvikudag. Kosið verður um eftirmann páfa Frans, með strangri þagnarskyldu og útilokun frá umheiminum.

Verðbólga í Tyrklandi dregst saman – 37,9% á ársgrundvelli
Verðbólga í Tyrklandi lækkaði í 37,9 prósent í apríl, þrátt fyrir verðhækkanir á helstu þjónustum. Pólitísk ólga og veik líra ógna hagstjórn og stöðugleika.

Þrjú andlát síðustu fimm ár tengd heimilisofbeldi aldraðra
Tveir eldri borgarar hafa verið myrtir á síðustu fimm árum og eitt mál er til rannsóknar í tengslum við heimilisofbeldi sem beinist að þessum hópi. Vandinn er falinn og skömmin mikil.

Lágu á baðherbergisgólfinu á meðan árásirnar gengu yfir
Frá því að stríðið í Úkraínu hófst fyrir þremur árum fór Óskar Hallgrímsson í sitt fyrsta frí í síðustu viku. Hann var nýkominn aftur til Kænugarðs þegar hann var vakinn með látum. Verið var að ráðast á borgina.

Kókómjólk á tilboðsverði af allt öðrum ástæðum
Kókómjólk hefur verið fádæma vinsæl meðal landsmanna í rúmlega hálfa öld og drekka Íslendingar um níu milljónir Kókómjólkurferna árlega. Þeir sem stunduðu njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson árið 2012 töldu að það væri tilvalið að fela upptökumyndavél inni í tómri fernu af Kókómjólk.

Lögreglumenn unnu fyrir rannsóknafyrirtæki Lúðvíks
Þrír lögreglumenn þáðu greiðslu frá Laco, öryggis- og rannsóknafyrirtæki Lúðvíks Kristinssonar, sama ár og Lúðvík stundaði njósnir. Störf þeirra virðast þó hafa verið ótengd njósnunum en aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segist hafa unnið eina nótt á hóteli gegn greiðslu.


Sif Sigmarsdóttir
Söguskýring auglýsingastofu
Rétt eins og í tilfelli víkinganna er afrek eins óréttlæti annars.

Kaupfélag Skagfirðinga hagnaðist um 3,3 milljarða
Stöndugasta kaupfélag landsins — Kaupfélag Skagfirðinga — skilaði 3,3 milljarða króna hagnaði á síðasta ári, af 55 milljarða króna tekjum. Félagið er stórt í bæði landbúnaði og sjávarútvegi, þar sem það er einn stærsti eigandi aflaheimilda.

Engin verðmæti án vinnandi fólks
Forseti ASÍ segir að brýnustu verkefnin í samfélagi sem kennt er við velferð og lýðræði séu húsnæðisvandinn, verðbólgan, vaxandi ójöfnuður og misskipting valds, og aukning verktakavinnu og ótryggra starfa. Forsætisráðherra segist vilja leiða ríkistjórn í þágu vinnandi fólks.
Athugasemdir