Hver stóð sig best í kappræðunum?

Í nýjasta þætti Pressu í morgun stóðu fyrir svörum þau fjögur sem mælast með mest fylgi í skoðanakönnunum fyrir komandi kosningar. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, var afdráttarlaus í andstöðu sinni gegn íslenskum her en Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, sagðist tala fyrir almannahagsmunum í orkumálum sem og öðru. Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist ekki almennt vera skotinn í illmennum og Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sagðist ekki aðeins vera stjórnmálamaður heldur líka manneskja.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni