Nýtt efni
Verðbólga helst í stað
Visitala neysluverðs hækkaði um 0,39 prósent í desember. Vísitala neysluverðs yfir síðustu 12 mánuði hækkaði um 4,8 prósent sem er sama hlutfall og mældist í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Hátindar ársins – listviðburðir 2024
Listin hefur ólgað árið 2024. Sumarið hófst með Listahátíð í Reykjavík og allt árið hafa hinir og þessir fjölbreyttu listviðburðir kætt landann. Menningarblaðið fékk nokkra áhugasama um listalífið til að nefna hvaða listviðburðir þeim fannst standa upp úr á árinu.
Bragi Valdimar Skúlason
Við tíminn
Tíminn er dýrmætur. Það sem við nýtum hann í gerir okkur að því sem við erum. Það hefur Bragi Valdimar Skúlason, hugkvæmdastjóri á Brandenburg, höfundur og orðakall, að minnsta kosti lært. En hann furðar sig oft á því að hann komi nokkru í verk þar sem hann er mikill aðdáandi tímaeyðslu.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
Bílastæðin næst Laugardalshöllinni verða frátekin fyrir þau sem eru tilbúin að borga hátt í 6 þúsund krónur fyrir að leggja bílum sínum þar á meðan tónleikarnir Jólagestir Björgvins fara fram á laugardagskvöld. Hluti stæðanna sem Sena selur aðgang að standa á landi Reykjavíkurborgar við Engjaveg, utan lóðarmarka Laugardalshallarinnar.
Elísabet Ómarsdóttir
Franskar jólahefðir
Franskar hefðir eru skemmtileg blanda af trúarlegum, menningarlegum og hátíðlegum siðum og sumt af því svipað og á Íslandi.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
Eftir alþingiskosningarnar bættist Ísland við á heldur langan lista ríkja þar sem ríkisstjórnarflokkar biðu afhroð í kosningum á einu stærsta kosningaári í manna minnum. Sérfræðingar og álitsgjafar hafa að undanförnu velt vöngum yfir þessari þróun og telja sumir verðbólgu og óánægju með efnahagsmál í kjölfar heimsfaraldursins hafa hrundið af stað þessari alþjóðlegu þróun. Stjórnmálafræðingur sem Heimildin tók tali segir nýliðnar kosningar ekki skera sig úr í sögulegu samhengi.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja: „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
Viðbrögð almennings við sviplegu morði á forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna hafa komið mörgum á óvart og hrundið af stað mikilli umræðu þar í landi. Sveinn Máni Jóhannesson, nýdoktor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir árásina tala inn í djúpstæða gremju sem margir Bandaríkjamenn finna til gagnvart heilbrigðiskerfinu og vinnubrögðum einkarekinna sjúkratryggingafélaga. Óljóst er hins vegar hverju þessi umræða muni skila.
„Ef fólk segir þér nógu oft að þú sért klikkuð, þá ferðu að trúa því“
Íslenska leikkonan Arna Magnea Danks, sem lék Birnu í Ljósvíkingum, og pólski blaðamaðurinn Magdalena Lukasiak eru ástfangnar og þær ræða myndirnar Woman of ... og Ljósvíkinga . En báðar myndirnar fjalla um trans konu.
Þessi sápukúla mun springa
Nýverið leikstýrði Dagur Kári Pétursson dönsku kvikmyndinni Hygge! – endurgerð á ítölsku kvikmyndinni Perfetti Sconoscuti (Perfect Strangers). Hún hefur verið endurgerð næstum þrjátíu sinnum í hinum ýmsu löndum, þar á meðal á Íslandi sem kvikmyndin Villibráð eftir Elsu Maríu Jakobsdóttur. Hún er nú sýnd í Bíó Paradís og Dagur féllst á viðtal.
Fjármálaóreiða FH fellur á hafnfirska útsvarsgreiðendur
Hátt í sjö hundruð milljón króna reikningur FH verður líklega sendur til skattgreiðenda eftir að FH fór flatt á byggingu Knatthússins Skessunnar. Formaður félagsins fær 73 milljónir í sinn hlut fyrir uppbyggingu hússins, sem sligar nú félagið. Svört skýrsla Deloitte dregur fram fjármálaóreiðu.
Nostrað við innpökkun
Það er alveg sérstök tilfinning sem fylgir því að fá fallega innpakkaða gjöf. Hér eru nokkrar hugmyndir að gjafapökkum sem geta vonandi veitt þér innblástur fyrir innpökkun þegar þú vilt að gjafirnar líti vel út.
Secret Recording Exposes Political Deals Behind Iceland’s Whaling Licenses
Prime Minister Bjarni Benediktsson has granted whaling licenses to two Icelandic whaling operations. But secret recordings of the son and business partner of a member of parliament revealed a political scheme behind the decision, allegedly involving Bjarni trading political favours that ensured that the MP’s close friend would receive a whaling license, even if political parties opposing whaling were to take power.
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Velsældarhagkerfi fyrir sjálfbæra framtíð Íslands
Hagvaxtarhugsunin ein mun ekki draga efnahag landsins á rétta braut heldur þarf fleira að koma til eigi árangur að nást í bættu umhverfi fólks og náttúrunnar á sjálfbæran hátt.
Athugasemdir