Nýtt efni

Lætur FBI rannsaka Clinton vegna Epsteins
Bandaríkjaforseti, sem kemur fyrir í Epstein-skjölunum, beinir því til dómsmálaráðherra síns og forstjóra FBI að rannsaka fyrrverandi Bandaríkjaforseta, Bill Clinton, ásamt öðrum.

Raunverulegur hagvöxtur mun minni á Íslandi en í ESB
Lítill hagvöxtur hefur verið á Íslandi síðustu fimm ár ef tekið er tillit til mannfjölgunar. Samhliða henni hefur álag á innviði aukist verulega og fasteignaverð tvöfaldast að raunvirði.

Miðstöð fyrir flugvallarrútur neðanjarðar við Miklubrautargöng
Stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar skoðar fýsileika þess að ný samgöngumiðstöð Reykjavíkur verði við enda Miklubrautargangna þegar þau rísa. Þar yrði lykilskiptistöð Borgarlínu og miðstöð fyrir langferðabíla til og frá Keflavík.

Ísland orðið áfangastaður mansals og skipulögðum glæpahópum fjölgar
Fjöldi skipulagðra brotahópa hefur tvöfaldast á síðasta áratug, samkvæmt nýrri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Lögreglan segir að Ísland sé í auknum mæli orðið áfangastaður mansals og að innlend fíkniefnaframleiðsla hafi aukist.

Grænlendingar bregðast við og banna fasteignakaup útlendinga
Grænlenska þingið samþykkti lög sem girða fyrir uppkaup erlendra aðila á fasteignum og rétti til landnýtingar eftir ágengni frá Bandaríkjunum.

Evrópuþingið samþykkir 90 prósent minnkun losunar
ESB hefur þegar dregið úr losun um 37 prósent miðað við árið 1990 og stefnir nú að 90 prósent minnkun.

Hægrimenn í Evrópuþinginu náðu að rýmka sjálfbærnireglur ESB
Hægri öfgamenn á Evrópuþinginu náðu saman með mið-hægrimönnum um að gera Evrópusambandið viðskiptavænna með því að bakka með reglur um sjálfbærni.

Milljarðasamningur ekki borinn undir Bæjarráð Hafnarfjarðar
Milljarðasamningur vegna skólamatar í Hafnarfirði við lítið og óreynt fyrirtæki var ekki lagður fyrir bæjarráð. Ekkert fyrirtæki bauð í verkið.

Bandaríkin skilgreina evrópska andfasista sem hryðjuverkamenn
Hluti af baráttu gegn and-bandarískri, and-kapitalískri og and-kristinni hugmyndafræði.

Meina of feitum um vegabréfsáritun
Fólk sem á börn með sérþarfir eða er of feitt getur fengið synjun um vegabréfsáritun sem innflytjendur samkvæmt nýjum tilmælum bandarískra stjórnvalda.

Köstuðu grjóti að selum í Ytri Tungu
Ferðamenn náðust á myndband við að kasta steinum í átt að selum við fjöruna í Ytri Tungu á Snæfellsnesi.

Guðni kallar eftir miklum breytingum á stjórnarskránni
Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, kallar eftir breytingum á stjórnarskrá sem snúa að embætti forsetans og stöðu íslenskrar tungu, auk þess sem hann vill færa mannréttindakaflann fremst. Hann vill ekki setja auðlindaákvæði með þeirri vinnu vegna pólitískra deilna um það.

Yngra fólk vill RÚV af auglýsingamarkaði
Yngra fólk er líklegra til að vera andvígt veru Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði en eldra fólk hlynnt.


Athugasemdir