Nýtt efni

Átti erfitt með gang en hleypur nú hundrað kílómetra
Sif Sumarliðadóttir þreyttist auðveldlega við göngu í skólann sem barn og þurfti oft að hvíla sig. Hún var antisportisti lengi vel en svo gerðist eitthvað sem kveikti í henni. Hún missti þriðjung úr lunga en lét ekkert stoppa sig og hefur verið í landsliðinu í bakgarðshlaupum.

Strandveiðar byrja með brælu og brosi
Þrátt fyrir kulda og brælu fram undan héldu strandveiðimenn við Grindavík áfram að hífa upp aflann. Samheldni, fjölskyldubönd og kaldhæðni einkenna dagana á bryggjunni – þar sem rótgróin tengsl og nýtt líf eftir hamfarir mætast.

„Við vorum svolítið eins og munaðarleysingjar“
David B Tencer, biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi, er mjög ánægður með nýkjörinn páfa, Leó XIV. Kaþólikkar hafi verið svolítið eins og munaðarleysingjar, en hafi nú fengið heilagan föður.

Föngun Climeworks stendur ekki undir eigin losun
Climeworks fangar aðeins brot af því CO2 sem það lofar að vélar þess geti fangað. Fyrirtækið nær ekki að kolefnisjafna þá losun sem stafar af umsvifum þess – sem hefur vaxið hratt síðustu ár.

Milljarðahagnaður bankanna á fyrsta ársfjórðungi
Þrír stærstu bankar landsins skiluðu samtals rúmlega 19 milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi. Landsbankinn hagnaðist mest, Arion sýndi mesta arðsemi og ríkið undirbýr sölu eftirstandandi hlutar í Íslandsbanka.


Aðalsteinn Kjartansson
Kirsuberjatínsla
Útgerðin velur kirsuberin af trénu – fallegustu tölurnar og hentugustu rökin. En hver spyr hvað varð um afganginn af uppskerunni?

Minnst sjö kært meintan eltihrelli
Fleiri kærur hafa verið lagðar fram hjá lögregluembættinu á Suðurnesjum gegn Írisi Helgu Jónatansdóttur, sem hefur verið sökuð um umsáturseinelti. Á meðal kærenda eru ólögráða ungmenni.


Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir
Í skugga kerfis sem brást
Opið bréf til Velferðarnefndar Reykjavíkurborgar, Félagsbústaða, Félags og húsnæðismálaráðherra frá móður manns með fíknisjúkdóm.

Fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum
Kardinálar hjá kaþólsku kirkjunni hafa komið sér saman um nýjan páfa. Hinn bandaríski Robert Prevost varð fyrir valinu og er fyrsti páfinn frá Bandaríkjunum.

Rithöfundasambandið hvetur til sniðgöngu Storytel
Rithöfundar senda frá sér áskorun til Storytel vegna gervigreindar og lágra höfundagreiðslna.

Hafa fengið 174 milljónir úr ríkissjóði fyrir eigin kosningabaráttu
Stjórnmálaflokkar sem boðið hafa fram í síðastliðnum fimm Alþingiskosningum hafa fengið samtals 174 milljónir króna til að nota í eigin kosningabaráttu. Þetta eru milljónir sem koma til viðbótar við hundruðua milljóna árlegum framlögum úr ríkissjóði til sömu flokka.

Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið eykst eftir auglýsingaherferð útgerðarmanna
Mikil óánægja er um allt land með auglýsingaherferð SFS. Aðeins stuðningsfólk Sjálfstæðisflokks eru að meirihluta andvíg frumvarpi um breytingu á veiðigjöldum og ánægð með herferðina.
Athugasemdir