
„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
Listamaður sem varð liðþjálfi útskýrir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-herdeildina í Úkraínu. Hann og fleiri veita innsýn í störf þessarar umdeildustu herdeildar landsins og hafna ásökunum um tengsl við hægri öfgaflokka. Það sé af sem áður var að allir sem gátu lyft byssu væru samþykktir í deildina. Um leið og herdeildin hafi verið tekin inn í þjóðvarnarliðið hafi pólitískar hugsjónir þurft að víkja.