
Hræddur einkaritari breytir gangi sögunnar
Allir vita að það hefði getað breytt gangi sögunnar ef Adolf Hitler hefði komist inn í listaskólann í Vínarborg eða ef Lenín hefði verið handtekinn í Petrograd sumarið 1917 en getur verið að það hefði orðið jafn afdrifaríkt ef lítilsmegandi ritari við hirð Aurelíanusar Rómarkeisara hefði til dæmis fótbrotnað sumarið 275 og því ekki komist með í herferð gegn Persum?










