„Sæll Bóbó“: Svona selur Samherji sér fisk frá Íslandi til útlanda
Fréttir

„Sæll Bóbó“: Svona sel­ur Sam­herji sér fisk frá Ís­landi til út­landa

Tölvu­póst­sam­skipti á milli Kristjáns Vil­helms­son­ar, út­gerð­ar­stjóra Sam­herja, og tveggja und­ir­manna hans um kaup­verð á karfa milli fé­laga inn­an sam­stæð­unn­ar „orka tví­mæl­is“ seg­ir formað­ur Sjó­manna­sam­bands Ís­lands. Verð­ið sem greitt var fyr­ir karf­ann var hins veg­ar yf­ir við­mið­un­ar­verði og því get­ur Sjó­manna­sam­band­ið ekki fett fing­ur út í við­skipt­in sem slík.
Eitt Kína, margar mótsagnir
Úttekt

Eitt Kína, marg­ar mót­sagn­ir

Mót­mæl­in í Hong Kong hafa vak­ið heims­at­hygli þar sem mót­mæl­end­ur storka leið­tog­um í stærsta og vold­ug­asta al­ræð­is­ríki heims. Til­efni mót­mæl­anna eru lög sem ótt­ast er að færi stjórn­völd­um í Pekíng meira vald yf­ir dóm­stól­um í Hong Kong. And­óf þar á sér hins veg­ar langa sögu og helsta upp­spretta óánægju í dag er ekki síð­ur efna­hags­leg en póli­tísk að mati margra frétta­skýrenda. Gjá hef­ur mynd­ast á milli þess­ara tveggja þjóða sem búa að nafn­inu til í sama ríki en líta hvor­ir aðra horn­auga.
Morð á þýskum stjórnmálamanni skapar andrúmsloft ógnar og ótta
FréttirÞýsk stjórnmál

Morð á þýsk­um stjórn­mála­manni skap­ar and­rúms­loft ógn­ar og ótta

Ótti rík­ir í þýsku sam­fé­lagi eft­ir morð­ið á stjórn­mála­mann­in­um Walter Lübcke. Sam­tök nýnas­ista hafa birt dauðalista á vefn­um þar sem fleiri stjórn­mála­mönn­um er hót­að líf­láti. Ör­ygg­is­lög­regla Þýska­lands þyk­ir hafa sof­ið á verð­in­um gagn­vart þeirri ógn sem staf­ar af hægri öfga­mönn­um.
Hvæst og hrækt á múslima í Breiðholti: „Taldi lögreglan í alvöru ekki mikilvægt að tryggja öryggi fjölskyldunnar?“
FréttirLögreglurannsókn

Hvæst og hrækt á múslima í Breið­holti: „Taldi lög­regl­an í al­vöru ekki mik­il­vægt að tryggja ör­yggi fjöl­skyld­unn­ar?“

Þór­unn Ólafs­dótt­ir seg­ir frá árás­inni sem nú er rann­sök­uð sem hat­urs­glæp­ur. „Kona veitt­ist að þeim, fyrst með ókvæð­isorð­um en svo bætti hún í og hrækti á þau og gerði til­raun­ir til að rífa í hijab kvenn­anna sem er þekkt að­ferð hat­urs­glæpa­manna til að nið­ur­lægja múslima.“
Bjarni hissa á vangaveltum Björns: „Vantar bara að menn segist hafa rökstuddan grun“
FréttirStjórnsýsla

Bjarni hissa á vanga­velt­um Björns: „Vant­ar bara að menn seg­ist hafa rök­studd­an grun“

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, var kjör­inn vara­formað­ur banka­ráðs Asíska inn­viða­fjár­fest­ing­ar­bank­ans á árs­fundi bank­ans í Lúx­em­borg um helg­ina. Hann furð­ar sig á vanga­velt­um þing­manns Pírata um hvort seta í banka­ráð­inu sam­ræm­ist siða­regl­um ráð­herra.
Samtök atvinnulífsins: Ísland laust við spillingu eins og þá sem tíðkast erlendis
FréttirStjórnsýsla

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins: Ís­land laust við spill­ingu eins og þá sem tíðk­ast er­lend­is

Heild­ar­sam­tök ís­lenskra at­vinnu­rek­enda mót­mæla því að sett­ar verði regl­ur til að draga úr flakki milli stjórn­sýslu­starfa og sér­hags­muna­gæslu. „Hér á landi tíðk­ast það ekki að spill­ing birt­ist í því að sterk­ir sérhags­muna­að­il­ar nái tang­ar­haldi á stjórn­völd­um og hafi áhrif á þau með við­brögð­um sínum við ein­stökum ákvörð­un­um, líkt og tal­að var um í úttekt­ar­skýrslu GRECO.“
Sjálfkeyrandi vagnar hafa ekkert í Borgarlínu
Jökull Sólberg Auðunsson
PistillBorgarlína

Jökull Sólberg Auðunsson

Sjálf­keyr­andi vagn­ar hafa ekk­ert í Borg­ar­línu

Jök­ull Sól­berg ber sam­an Borg­ar­línu og sjálf­keyr­andi bif­reið­ar. „Í mörg­um til­fell­um er sami hóp­ur af­ar svart­sýnn á fjár­hags­mat Borg­ar­línu­verk­efn­is­ins og vill veðja á tækni sem er bók­staf­lega ekki til, hvað þá bú­in að sanna sig við þau skil­yrði sem við ger­um kröfu um á næstu ár­um eft­ir því sem borg­in þétt­ist og fólki fjölg­ar.“

Mest lesið undanfarið ár