Popúlismi „því miður“ partur af íslenska flokkakerfinu
Stjórnmál

Po­púl­ismi „því mið­ur“ part­ur af ís­lenska flokka­kerf­inu

Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir „mjög al­var­legt“ þeg­ar stjórn­mála­menn veiti kyn­þátta­for­dóm­um og út­lend­inga­h­atri lög­mæti. „Því við vit­um að ef stjórn­mál­in taka sér áhersl­ur í munn af þessu tagi, þá fær­ast normin í sam­fé­lag­inu og þetta sjá­um við alls stað­ar í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir hún.
Aldrei fleiri verið hlynnt aðild Íslands að ESB
Stjórnmál

Aldrei fleiri ver­ið hlynnt að­ild Ís­lands að ESB

Formað­ur Evr­ópu­hreyf­ing­ar­inn­ar tel­ur að svipt­ing­ar í af­stöðu til að­ild­ar Ís­lands að ESB megi einkum rekja til tvenns, þess að inn­rás Rússa í Úkraínu hafi leitt til þess að fólk fór að hugsa um stöðu Ís­lands í sam­fé­lagi þjóð­anna og stöðu efna­hags­mála hér inn­an­lands. 45,3 pró­sent lands­manna eru hlynnt að­ild Ís­lands að ESB, sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu.
Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.
Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
Stjórnmál

Pírat­ar sætt­ast og leyfa vara­mönn­um að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.
Unnið áfram með tillögu um „Sóleyjatún“ í Grafarvogi
Fréttir

Unn­ið áfram með til­lögu um „Sól­eyja­tún“ í Grafar­vogi

Lít­il fjöl­býl­is­hús á 2-3 hæð­um auk rað­húsa gætu ris­ið á stóru óbyggðu svæði við Rima­skóla í Grafar­vogi, sam­kvæmt til­lögu frá arki­tekta­stofu, sem um­hverf­is- og skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar hef­ur ákveð­ið að áfram verði unn­ið með við skipu­lagn­ingu svæð­is­ins. Hátt í 800 und­ir­skrift­ir söfn­uð­ust í sum­ar gegn upp­bygg­ingu á reitn­um.
Tillaga um aukinn meirihluta í framkvæmdastjórn lögð fram á sáttafundum
Fréttir

Til­laga um auk­inn meiri­hluta í fram­kvæmda­stjórn lögð fram á sátta­fund­um

Á sátta­fund­un­um sem haldn­ir voru með fyrr­ver­andi og ný­kjörn­um að­al­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn Pírata voru ýms­ar til­lög­ur lagð­ar fram um hvernig skyldi haga starfi stjórn­ar næstu tvö ár­in. Heim­ild­in hef­ur áð­ur fjall­að um til­lög­una um stækka stjórn­ina. Önn­ur til­laga fjall­ar um að ákvarð­an­ir stjórn­ar þurfi auk­inn meiri­hluta at­kvæða að­al­manna til að vera sam­þykkt­ar.
Sumarið sem aldrei kom birtist í september
Fréttir

Sumar­ið sem aldrei kom birt­ist í sept­em­ber

Sept­em­ber hef­ur ver­ið sól­rík­ur og sum­ir vilja meina að sumar­ið hafi loks lát­ið sjá sig. Borg­ar­bú­ar hafa not­ið veð­ur­blíð­unn­ar í sól­inni sem hef­ur skin­ið skært, sól­skins­stund­ir eru yf­ir með­al­lagi sem hef­ur bet­ur gegn kuld­an­um. „Þetta eru kannski kær­kom­in ró­leg­heit,“ seg­ir Birg­ir Örn Hösk­ulds­son, veð­ur­fræð­ing­ur á Veð­ur­stofu Ís­lands.
„Stórfurðulegt að lögreglan fari fram með þessum hætti“
Fréttir

„Stór­furðu­legt að lög­regl­an fari fram með þess­um hætti“

Sig­ríð­ur Dögg Auð­uns­dótt­ir, formað­ur Blaða­manna­fé­lags Ís­lands, fagn­ar því að ára­langri rann­sókn Lög­regl­unn­ar á Norð­ur­landi eystra á sex fjöl­miðla­mönn­um hafi loks­ins ver­ið felld nið­ur. Hún furð­ar sig á yf­ir­lýs­ingu sem lög­regla birti á sam­fé­lags­miðl­um og seg­ir hana ekki til þess fallna að auka traust al­menn­ings á lög­reglu og vinnu­brögð­um henn­ar í mál­inu.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu