Óveður í vændum: Götur gætu teppst og síðdegisskutl verða í uppnámi
Fréttir

Óveð­ur í vænd­um: Göt­ur gætu teppst og síð­deg­is­skutl verða í upp­námi

Íbú­ar á Suð­vest­ur­landi: Ekki láta blekkj­ast af vetr­arkyrrð morg­uns­ins. Um og eft­ir há­degi mun færð taka að spill­ast og ekki sjást á milli húsa. „Mað­ur er voða­lega hrædd­ur um það að það verði fast­ir bíl­ar út um all­an bæ,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur. „Að þetta verði svo­leið­is dag­ur.“
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.
Katrínu var ekki sagt frá ákvörðun Bjarna að frysta stuðning til UNRWA
Fréttir

Katrínu var ekki sagt frá ákvörð­un Bjarna að frysta stuðn­ing til UN­RWA

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra var ekki upp­lýst um ákvörð­un Bjarna Bene­dikts­son­ar ut­an­rík­is­ráð­herra að frysta fjár­veit­ing­ar til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrr en eft­ir að ákvörð­un­in var tek­in. Þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Al­þingi í dag.
„Ekkert toppar vinnubrögðin í þessu grafalvarlega máli“
Fréttir

„Ekk­ert topp­ar vinnu­brögð­in í þessu grafal­var­lega máli“

Formað­ur Af­stöðu seg­ist hafa „horft upp á marga vit­leys­una þeg­ar kem­ur að föng­um með marg­þætt­an vanda“ en ekk­ert toppi vinnu­brögð­in þeg­ar kem­ur að með­ferð á fanga sem ný­lega var sjálfræð­is­svipt­ur án laga­heim­ild­ar og þving­að­ur til að taka geð­lyf. Yf­ir­lækn­ir á sama sjúkra­húsi og neit­aði mann­in­um um vist­un var í hlut­verki dóm­kvadds mats­manns í mál­inu.
Katrín segir allar líkur til þess að framlagið til UNRWA skili sér
FréttirÁrásir á Gaza

Katrín seg­ir all­ar lík­ur til þess að fram­lag­ið til UN­RWA skili sér

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra tel­ur að fram­lag­ið til Palestínuflótta­manna­að­stoð­ar Sam­ein­uðu þjóð­anna muni skila sér. Ís­land þurfi að leggja sitt af mörk­um til að sinna skyld­um sín­um gagn­vart mann­úð­ar­krís­unni á Gasa. Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur til­kynnt við­bótar­fjárlög til Rauða kross­ins vegna ástands­ins fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs.
Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Fréttir

Sprungu­fyll­ing­ar búa til ný og hættu­legri vanda­mál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.
Diljá Mist varð fyrir aðkasti í matvöruverslun
FréttirPressa

Diljá Mist varð fyr­ir að­kasti í mat­vöru­versl­un

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir tel­ur að of marg­ir gangi út frá því að ill­ur ásetn­ing­ur sé að baki ýms­um skoð­un­um og fram­ferði fólks. Hún varð fyr­ir að­kasti í mat­vöru­versl­un og þurfti að út­skýra fram­komu fólks í sinn garð fyr­ir syni sín­um á fót­bolta­móti. Diljá Mist var einn við­mæl­enda Mar­grét­ar Marteins­dótt­ur í síð­asta þætti af Pressu.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.
Útlendingaandúð eykst á Norðurlöndum en líka umburðarlyndi
Erlent

Út­lend­inga­and­úð eykst á Norð­ur­lönd­um en líka um­burð­ar­lyndi

Pró­fess­or við Ber­genhá­skóla seg­ir upp­gang öfga­hægriafla á Norð­ur­lönd­un­um skýr­ast af skynj­un al­menn­ings á ósann­girni vegna þess fjölda flótta­fólks sem tek­ið er við á milli landa og stjórn­leysi yf­ir­valda í mála­flokkn­um, ásamt van­getu hefð­bund­inna flokka til að vinna að sam­hæfðri stefnu. Um­ræð­an stjórn­ist af öfga­hægr­inu sem leiki á sál­fræði­legt eðli mann­vera. Um­burð­ar­lyndi og stuðn­ing­ur við fjöl­breytt­ari sam­fé­lög hafi þó einnig auk­ist á sama tíma.

Mest lesið undanfarið ár