Nýtt efni

Líklegt að uppruni mengunarinnar sé óþekkt skipsflak á hafsbotni
Frá árinu 2020 hafa tugir olíublautra fugla fundist í Vestmannaeyjum og víða við suðurströnd landsins. Um svartolíu er að ræða sem notuð er í eldsneyti á skip. Fjöldi skipsflaka liggur á hafsbotni á þessum slóðum og Hafrannsóknastofnun telur líklegast að mengunin sé þaðan.

Fanney Birna Jónsdóttir ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri tilkynnti starfsmönnum RÚV í dag að Fanney Birna Jónsdóttir hefði verið ráðin nýr dagskrárstjóri Rásar 1 úr hópi 18 umsækjenda.

„Það væri kannski allt í lagi öðru hvoru að við tækjum upp aðeins jákvæðara viðhorf“
Heilbrigðisráðherra sat fyrir svörum á Alþingi í dag en hann var meðal annars spurður út í biðlista eftir greiningum barna. Hann sagði að stjórnvöld væru raunverulega að takast á við stöðuna og að þau vildu svo sannarlega að börnin og allir þeir sem þurfa á þessari þjónustu og greiningu að halda þyrftu ekki að bíða of lengi.

Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýndu Seðlabankann og stjórnvöld harðlega í útvarpsviðtali að morgni mánudags. „Við erum ekki hæf, því miður, við virðumst ekki vera hæf til að stýra gjaldmiðlinum okkar. Við erum ekki hæf til að stýra efnahags landsins. Við erum ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því miður, hvorki stjórnmálamenn né fólkið í Seðlabankanum,“ sagði Ragnar Þór.

Skaflinn fyrir stofuglugganum „er svona tveir metrar plús“
Eldri sonur Oddnýjar Lindar Björnsdóttur vildi taka með sér uppáhaldshlutina sína þegar fjölskyldan þurfti að rýma hús sitt í Neskaupstað. Yngri sonurinn skilur hins vegar ekki í tilstandinu og vill komast út að leika.

Alræmdur sýknudómur í nauðgunarmáli í Svíþjóð
Í lok febrúar féll umdeildur dómur á öðru dómsstigi í Svíþjóð. Fimmtugur karlmaður var sýknaður af barnanauðgun út frá því hvernig fórnarlambið, 10 ára stúlka, talaði um snertingu hans, Fjórir karlkyns dómarar töldu ósannað að maðurinn hefði farið með fingurna inn í leggöng stúlkunnar þar sem hún notaði huhgtak sem samkvæmt orðabók á aðeins við um ytri kynfæri kvenna.

Tugir húsa rýmd á Seyðisfirði
Verið er að rýma tugi húsa norðanvert og sunnavert á Seyðisfirði. Opnuð hefur verið fjöldahjálparstöð í Herðubreið.

„Hætt við að einhverjir hugsi aftur til flóðanna 1974“
Verið er að rýma tugi húsa í Neskaupstað eftir að snjóflóð féll á hús þar í morgun. Ekki urðu alvarlega slys á fólki en einhverjir eru skrámaðir. Flóðið féll þar sem síðasti varnargarðurinn í röð varnarmannvirkja fyrir bæinn á að rísa.

Greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum hefur tvöfaldast á tveimur árum
Greiðslubyrði af óverðtryggðu 50 milljón króna láni á breytilegum vöxtum nálgast nú 400 þúsund krónur á mánuði. Um fjórðungur allra lána eru óverðtryggð og fastir óverðtryggðir vextir þúsunda heimila losna í ár.


Hrafnhildur Sigmarsdóttir
Andlegt þrot Þorgerðar
Um 40% íslenskra kvenna hafa orðið fyrir líkamlegu/og eða kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og heilsufar þeirra tekur mið af því.

Snjóflóð féll á Norðfirði — verið að rýma sjö húsagötur
Snjóflóð féll á Norðfirði í morgun, vestan við varnarvirki sem standa ofan við byggð. Verið er að meta hættu á frekari flóðum á Neskaupstað. Unnið er að því að rýma sjö húsagötur vegna flóðsins.

Þegar Ástralíumenn lærðu ekki að yrkja jörðina
Síðastliðinn fimmtudag, 23. mars, tók stjórn Ástralíu þá ákvörðun að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort vísa skuli sérstaklega til frumbyggja landsins og reynslu þeirra í stórnarskrá. Ekki vonum seinna, segja margir. Ástralía hefur breyst meira þá áratugi sem maðurinn hefur búið þar en lengst af hefur verið talið. Þótt fólki blöskri hve útbreiddar eyðimerkur eru þar og landið hrjóstrugt, þá mun eyjan stóra nú vera nánast eins og frjósamur blómagarður miðað við ástandið þegar menn komu þangað fyrst.