Nýtt efni

Fallegir hlutir veita stundarfrið
Ung kona reyndi að fylla upp í tómarúm með fatakaupum og snyrtivörum. Tíu árum síðar hefur hún tamið sér að versla aðeins örfáar flíkur á ári og leggur stund á nám í fólksflutningsfræði. Samkvæmt Dagbjörtu Jónsdóttur, höfundi bókarinnar Fundið fé, er hægt að sporna gegn ofneyslu með því að setja sér fjárhagsleg markmið.

„Ég bjó í skrímslinu og ég þekki iður þess“
Hin rómantíska sjálfstæðishetja José Martí á Kúbu vonaðist eftir aðstoð Bandaríkjanna við að tryggja ættjörð sinni sjálfstæði. Er hann kynntist Bandaríkjunum betur runnu á hann tvær grímur.

195 þúsund óheimilar uppflettingar í sjúkraskrám
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu var sektuð um fimm milljónir fyrir að veita tólf fyrirtækjum og stofnunum aðgang að sameiginlegu sjúkraskrárkerfi.

Langvinnur vandi í geðheilbrigðismálum
Alma Möller heilbrigðisráðherra segir vandann í geðheilbrigðiskerfinu vera tvíþættan, fleiri legurými skorti og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa verið metnir hættulegir. Skylda lækna sé að útskrifa sjúklinga sem hafa verið nauðungarvistaðir ef það er talið óhætt.

Myndin um hinn dularfulla Dylan: Hvaðan kom hann þá?
Flestir sem ætla sér eru nú líklega búnir að sjá myndina um Bob Dylan, A Complete Unknown. Ég er því ekki að skemma neitt fyrir neinum með því að ljóstra því upp að hún ber vissulega nafn með rentu — sá Dylan sem þar birtist er meirog minna óþekktur alla myndina, enginn veit hvaðan hann kemur eða hvað hann á...

„Hermaðurinn í mér var alltaf til staðar“
Listamaður sem varð liðþjálfi útskýrir hvernig það kom til að hann gekk til liðs við Azov-herdeildina í Úkraínu. Hann og fleiri veita innsýn í störf þessarar umdeildustu herdeildar landsins og hafna ásökunum um tengsl við hægri öfgaflokka. Það sé af sem áður var að allir sem gátu lyft byssu væru samþykktir í deildina. Um leið og herdeildin hafi verið tekin inn í þjóðvarnarliðið hafi pólitískar hugsjónir þurft að víkja.


Guðrún Sif Friðriksdóttir
Evrópa ekki fyrirheitna landið fyrir allt afrískt flóttafólk
Rannsókn Guðrúnar Friðriksdóttur gefur aðra mynd af afrísku flóttafólki en staðalmyndir gefa til kynna. Þar ræddi hún við búrúndískt flóttafólk af hárri félagslegri og efnahagslegri stöðu sem nú býr í Belgíu eða Svíþjóð.

Ríkið vinnur áfram að sölu Íslandsbanka
Undirbúningur íslenska ríkisins á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka heldur áfram þrátt fyrir áhuga Arion á viðræðum um sameiningu bankanna tveggja.

Viljum bara fá sömu vexti og Færeyingar
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir venjulega íslenska neytendur ekki hafa val um annað en að borga þá háu raunvexti sem bankarnir hafa upp á að bjóða. 96 milljarða króna hagnaður þeirra á síðasta ári byggir að stærstum hluta á hreinum vaxtatekjum.


Stefán Ingvar Vigfússon
Sannleikur
Stefán Ingvar Vigfússon fer yfir atburðarásina i stjórnmálunum í upphafi árs og spyr: „En getum við ekki bara talað um bókun 35?“

Baráttan um brimið
Brimbrettafélag Íslands ætlar að knýja á um íbúakosningu um ölduna í Þorlákshöfn. Verði landfylling að veruleika mun það verða þungt högg fyrir viðkvæma menningu brimbrettaiðkenda á Íslandi. Framkvæmdir voru stöðvaðar á síðustu stundu.

Blóðið í jörðinni við Panipat - Seinni hluti
Illugi Jökulsson fjallar um tvær orrustur á Indlandi en þessi þáttur er framhald síðasta þáttar.

Danskir húsgagnaframleiðendur í bobba
Danskir húsgagnaframleiðendur hafa ekki margt til að gleðjast yfir þessa dagana. Salan hefur dregist saman um tugi prósenta og betri tíð ekki í augsýn. Ungir kaupendur vilja ódýr húsgögn og notað er vinsælt.

Harmleikurinn í Neskaupstað: Sagan öll
Samfélagið í Neskaupsstað reyndi að gera veikum manni sem þar bjó lífið bærilegra með því að gefa honum mat, föt og fá fyrir hann nauðsynlega aðstoð. Hann var nauðungarvistaður í allt að tólf vikur en útskrifaður fyrir þann tíma. Sem endaði með skelfingu.