Nýtt efni

Útilokaður frá fótbolta í rúma níu mánuði vegna veðmála
Fyrrverandi leikmaður Aftureldingar fær ekki að spila fótbolta á komandi keppnistímabili, vegna veðmála hans á fótbolta á síðasta sumri. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ segir hann hafa brotið gegn grundvallarreglu með veðmálum á leiki sem hann sjálfur tók þátt í.


Eiríkur Rögnvaldsson
Orðaleikur dómsmálaráðherra
Málfarslegi aðgerðasinninn og málfræðingurinn Eiríku Rögnvaldsson veltir fyrir sér orðanotkun og hugtökum í umræðunni og rýnir í hugsunina sem þau afhjúpa.

„Mig langar að búa í íbúð með herbergi“
Tveir drengir hafa verið á vergangi ásamt föður sínum í Reykjavík frá því síðasta sumar og hafast nú við í hjólhýsi. Félagsráðgjafi kom því til leiðar að þeir fengju að vera þar áfram eftir að vísa átti þeim af tjaldsvæðinu í október. Axel Ayari, faðir drengjanna, segir lítið um svör hjá borginni varðandi hvenær þeir komist í viðunandi húsnæði. „Þetta er ekkert líf fyrir strákana mína.“

Meirihluti íbúa telur stórfyrirtækið reyna að kaupa sér velvild með fjárstyrkjum
Þýska sementsfyrirtækið ver peningum í styrkveitingar í Ölfusi til að reyna að auka velvild íbúa í sinn garð í aðdraganda byggingar mölunarverksmiðju í Þorlákshöfn. Þetta er mat meirihluta íbúa í sveitarfélaginu, samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina. Talsmaður Heidelbergs, Þorsteinn Víglundsson. hefur lýst andstæðri skoðun í viðtölum um styrkina og sagt að það sé af og frá að þetta vaki fyrir þýska fyrirtækinu.

Rannsóknin á Íslandsbanka snýst um kaup starfsmanna hans á hlutabréfum ríkisins
Afar líklegt er að fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti ítarlega greinargerð eða skýrslu um rannsóknina á aðkomu Íslandsbanka að útboði hlutabréfa ríkisins í honum í fyrra. Fordæmi er fyrir slíku. Það sem Íslandsbanki hræðist hvað mest í rannsókninni er ekki yfirvofandi fjársekt heldur birting niðurstaðna rannsóknarinnar þar sem atburðarásin verður teiknuð upp með ítarlegum hætti.

Efling mun ekki afhenda félagatal sitt
Efling stéttarfélag neitar að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt og telur að hann hafi engar heimildir til að fá það afhent. Meðan svo er er ekki hægt að greiða atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og SA. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gagnrýnir Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara harðlega og segir hann hafa kynnt fulltrúum annarra stéttarfélaga að hann hyggðist leggja fram miðlunartillögu en aldrei hafa haft samráð við Eflingu.

Um helmingur fyrirtækjastyrkja til stjórnarflokka komu frá sjávarútvegi
Þegar kemur að framlögum fyrirtækja til stjórnmálaflokka á kosningaári skera sjávarútvegsfyrirtæki sig úr. Þau gefa miklu meira en aðrir atvinnuvegir. Alls fóru næstum níu af hverjum tíu krónum sem fyrirtæki í sjávarútvegi gáfu til flokka 2021 til þeirra þriggja sem mynda nú ríkisstjórn.

Sjö vilja verða ráðuneytisstjóri viðskipta- og menningarráðuneytisins
Doktor í fjármálum, fyrrverandi bæjarstjóri og fyrrverandi sparisjóðsstjóri eru á meðal umsækjenda um ráðuneytisstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins.


Sverrir Mar Albertsson
Sáttasemjari bregst
Framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags segir að ríkissáttasemjari hafi aftengt eðlilegt samningaferli innan Eflingar og hann treysti á áhugaleysi og þátttökuleysi hins almenna félagsmanns.

Könnunin olli titringi í Ölfusi: Ríflega tvöfalt fleiri íbúar á móti verksmiðjunni
44,7 prósent íbúa í sveitarfélaginu Ölfusi eru mjög eða fremur andvígir byggingu mölunarverksmiðjunnar í bænum. Til samanburðar eru einungis 19,3 prósent íbúa fremur eða mjög hlynntir byggingu verksmiðjunnar. Þetta er niðurstaðan úr viðhorfskönnun sem Maskína gerði fyrir Heimildina meðal 382 íbúa í Ölfusi. Könnunin olli titringi í Ölfusi þegar hún var gerð á síðustu dögum.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson
En öllu er á rönguna snúið
Þingmaður Flokks fólksins og Formaður VR kalla eftir því að sett verði neyðarlög vegna ástandsins á húsnæðismarkaði, bæði vegna skuldara og leigjenda.

Telja að samþjöppun valds innan Seðlabankans kunni að vera varhugaverð
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Nú stendur til að breyta því. Í umræðum um þær breytingar kom til tals hvort slíkt feli í sér samþjöppun valds og hvort það kunni að vera varhugavert.