Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hatrið og ástin börðust um líkama Salmans

„Já, eitt afl­ið er hatr­ið og of­beld­ið. Hitt afl­ið er ást­in. Og þessi tvö öfl eru að berj­ast um, bók­staf­lega berj­ast, um lík­ama minn. Þar með skildi ég hvað ég væri að gera,“ seg­ir Salm­an Rus­hdie í við­tali sem varð að sögu – þá daga sem hann dvaldi á Ís­landi.

Hatrið og ástin börðust um líkama Salmans

„Það var svo fallegur morgun, daginn sem árásin var,“ sagði Salman þar sem við sátum föst í bíl á Suðausturlandi, ásamt fjórum öðrum ferðalöngum og tveimur lífvörðum; innan um hundrað rollur sem tepptu þjóðveginn á leið í réttir. Þá spurði ég hann út í kaflabrot um aðdraganda hnífaárásarinnar í bókinni Hnífur, þegar hann var stunginn í augað og hálsinn og víðar um líkamann. „Sólin skein,“ sagði hann varfærnislega brosandi.

„Já,“ sagði ég hikandi. „Maður hefur væntingar á björtum morgnum.“ Um leið varð mér hugsað til upphafsins í skáldævisögu hans Joseph Anton þar sem hann skrifar um sig í þriðju persónu:

„Eftir á séð, þegar veröldin sprakk allt í kringum hann og ógnandi svartþrestir söfnuðust saman á klifurgrind á skólalóðinni, ásakaði hann sjálfan sig fyrir að gleyma nafni fréttakonunnar á BBC sem hafði sagt honum að líf hans, eins og hann þekkti það, væri liðið en ný og myrkari …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár